Eimreiðin - 01.10.1936, Side 62
406 ÖSKJUFERÍ) SUMARIÐ 1936 eimreiðin
komast á góðan haga, og velsings Díli, rakkinn okkar, hring-
ar sig á milli þúfna; hann er svo stirður og sárfættur, að
hann hefur verið reiddur að mestu ofan úr Öskju.
Ferðin hefur gengið að óskum. Þó smávægileg óhöpp hafi
komið fyrir, svo sem hestur fælst með kbffort, baggar snar-
ast undir kvið eða maður stungist af baki ofan í mjúkan
sand, þá hefur það ekki valdið neinum slysum og ekki orðið
til annars en að henda gaman að.
Þegar á daginn líður, ökum við niður Bárðardalinn aftur
hægt og sígandi. Okkur hitar í andlitin eftir brennandi geisla
háfjallasólarinnar. Við rifjum upp sögur og sagnir um þ*r
slóðir, sem við höfum farið. Svo sem þegar Mývetningar fóru
vopnaðir suður i Dyngjufjöll til að leita útilegumanna, en
einhver gamansamur náungi kvað um ferðina:
„Mývatns liorsku lietjurnar
herja fóru i Dyngjufjöll,
sverð og hyssu sérhver har
að sækja fc og vinna tröll.“
Eða þegar Barna-Þórður hafði heðið svo lengi eftir biskupö'
um, Oddi Einarssyni, við Iviðagil, að hann var orðinn matar-
laus, en skrifaði á leirflag áður en hann fór:
„Biskups lief ég heðið með raun,
hitið lilinn kost,
áður en lagði á Ódáðahraun,
át ég Jmrran ost.“
Og þegar hlé verður á umræðuefninu, syngjum við:
„... útilegumenn um Ódáðahraun
eru niáske að smala fé á laun.“
Úðann upp af Goðafossi leggur hátt í loft, og dalalæðan
hvílir yfir Ljósavatnsskarði.
Um nóttina tjöldum við undir laufkrónum trjánna í Vagla-
skógi.