Eimreiðin - 01.10.1936, Blaðsíða 96
•440
EIMREIÐI*
HRIKALEG ÖRLÖG
horfst í augu við þá án blygðunar. Eins og eiturgufa úr iðriun
lielvítis, streymdi heit svækjan út úr myrkvastofunni, sem
þeir voru geymdir í. Þeir, sein voru við gluggann og höfðu
heyrt livað fram fór, gerðu gys að mér í örvæntingu sinni-
Einn þeirra, sem sýnilega var orðinn vitstola, skoraði á mig
í sífellu að skipa hermönnunum að skjóta inn um gluggann-
Óráðstal hans gerði mig örvilnaðan. Fætur mínir urðu þungii'
sem blý. Enginn mér æðri að tign, sem ég gæti leitað til, var
viðstaddur. Og sjálfur hafði ég ekki einu sinni rænu á að
hypja mig burt, heldur stóð ég þarna ráðþrota og sneri baki
að glugganum. Þér skuluð ekki halda, að alt þetta hefi tekið
langan tíina — líklega eina mínútu eða svo. En í meðvitund
minni var það óratími. Kvalaóp veslings fanganna þverruðu
loksins í skrælþurrum hálsi þeirra, og þá var það, að ég heyrði
djúpa, rólega rödd að baki mér, sem bað mig að koma.
Þessi rödd, herrar mínir, kom úr barka Gaspars Ruiz. Kg
sá ekki bol hans, því nokkrir fanganna höfðu klifrað upp ;l
bak honum. Hann bar þá. En ég sá andlit hans — og augun-
Hann deplaði þeim, án þess að líta á mig, og hreyfði varirnai'.
Það var alt og sumt sem hann gat undir öllu farginu. Þegai'
ég sneri mér við, spurði þetta risavaxna andlit, þar seni Þael
hvíldi skorðað undir öllum hausum hinna, hvort mér vsu'i
í raun og veru alvara með að slökkva þorsta fanganna.
„Já, já! Auðvitað!" svaraði ég ákafur og gekk fast upp
glugganum. Ég var eins og barn og vissi ekkert, hvað fyial
kynni að koma, leitaði aðeins huggunar í vandræðum niínum
og gremju.
„Senor teniente, hafið þér vald til að leysa hendur mínai'?'
spurði andlitið. Drættir þess sýndu hvorki eftirvæntingu ne
von, þung augnalokin slúttu niður yfir augun, sem virtust
stara eitthvað út í fjarskann. Eg var eins og undir martröð.
og ég stamaði í hálfum hljóðum: „Hvað eigið þér við'? Hvernig
ætti ég að geta náð til að leysa böndin af höndum yðar?“
„Ég ætla að reyna hvað ég get,“ svaraði Gaspar Ruiz, °o
svo hreyfðist þetta stóra höfuð loksins, svo að öll tryllings'
legu andlitin við gluggann hurfu alt í einu. Hann hafði hrist
alla fangana af sér með einu einasta viðbragði. Slíkur v:U
styrkur hans. Og hann liafði ekki eingöngu hrist alla af sef>