Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 52

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 52
Afreksverk á sviði íslenzkra IjóðaÞýðinga ♦------------------------------—------- Eftir Dr. Richard Beck Mér var það ánægjuefni, þegar ég frétti það, að Guðmundur skáld Böðvarsson væri að snúa á íslenzku völdum kviðum úr hinu heimsfræga meistaraverki Dantes Divina Commeclia. Og ekki varð gleði mín minni, er ég liafði lesið í Sunnudagsblaði Timarís og Kirkjuritinu fyrstu kviðu þýðingarinnar. Sá lestur sannfærði mig um það, að þar væri á uppsiglingu mikið og merkilegt verk á sviði íslenzkra ljóðaþýðinga. Um það hefi ég orðið enn sannfærðari eftir að hafa lesið gaumgæfilega þýðingu Guðmundar í heild sinni, en hún barst mér nýlega í hendur. Svo að hreint sé gengið til verks í þessari umsögn minni um jrýðinguna, skal þess getið, áður en lengra er farið, að, Jn í miður, kann ég eigi ítölsku, og hefi þess vegna orðið að lesa rit Dantes aðallega í enskum jrýðingum og heyja mér fræðslu um Jrau og æviferil skáldsins úr ritum á enskri tungu, enda er þar úr nógu að velja; en vitanlega liefir sá lestur verið á almennum en eigi sérfræði- legum grundvelli. En ég var svo heppinn á háskólaárum mínum í Cornell University að stunda nám í sögu, bókmenntagagnrýni og lesa í enskum þýðingum úrval heimsbókmennta undir handleiðslu mikils fræðimanns í klassiskum og miðaldafræðum, og frábærs kennara, meðal Jreirra enskar þýðingar höfuðrita Dantes. Kom sú undirstaða mér að ómetanlegum noturn, þegar það féll í rninn hlut á fyrstu kennsluárum mínum að lesa með stúdentum mínum úrval úr heimsbókmenntunum í enskurn þýðingum og flytja inn- gangserindi um Jiá höfunda, er Jrar komu til greina. Hefi ég síðan haft miklar mætur á ritum hins ítalska öndvegisskálds og sérstak- lega á hinu mikla snilldarverki hans Divina Commedia. En kynni mín af Dante liafa rifjast upp, og aðdáun mín á honurn fengið nýjan liyr undir vængi, við að lesa þýðingu Guðmundar Böðvarssonar:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.