Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 54

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 54
118 EIMREIÐIN de Chardin vakti sérstaklega bergmál í huga mínum, vegna þess, að veturinn síðasta, sem ég kenndi á Ríkisháskólanum í Norður- Dakota (1967), hlýddi ég á gagnmerkan fyrirlestur, sem einn kenn- arinn í deild háskólans í trúarlegum fræðum, kaþólskur prestur og maður víðmenntaður, flutti um de Chardin og kenningar hans, og kom Dante þar vitanlega við sögu. Þegar í minni er borið, hve djúpum rótum Divina Commedia stendur í trúar- og heimsskoðun miðaldanna, menningarlegum jarð- vegi þeirra, í fáum orðum sagt, og þess er jafnframt gætt, hve fátt hefir verið ritað á íslenzku um Dante og hið stórbrotna og þrauthugsaða skáldverk hans, er það augljóst mál, hve nauðsynlegt það var fyrir íslenzka lesendur, að þýðingu Guðmundar Böðvars- sonar fylgdi inngangsritgerð uni skáldið og kvæðið sjálft. Því efni gerir Guðmundur góð skil í forspjalli sínu, þótt þar hafi óhjákvæmilega orðið að stikla á stóru. Að sjálfsögðu rekur hann þar í megindráttum heillandi ástarsögu þeirra Dantes og Beatrice, sem er svo snar þáttur í snilldarverki hans, Gleðileiknum ódauð- legUj „að hann verður ekki lesinn, jafnvel ekki brot úr lionum, án þess sú saga sé í huga höfð,“ eins og Guðmundur segir réttilega. Hann snýr einnig á íslenzkn nokkrum tilvitnunum úr hinu víð- kunna riti Dantes Vita nuova (Nýtt líf), en í þá bók safnaði Dante, nokkru eftir dauða Beatrice, ljóðum þeim hinum yndisríku, sem hann hafði ort til hennar í lifenda lífi, og tengdi þau saman með skýringagreinum í óbundnu máli (Smbr. inngangsritgerðina að jrýðingu Dorothy L. Sayers að Hell (Vítisljóðum) bls. 27). En það er eigi aðeins flutningur sjálfs söguefnis Divina Comme- dia af frummálinu á erlent mál, ásamt með víðfeðmri og djúpri hugsuninni í kvæðinu, táknrænni og myndauðugri túlkun hins mikla skálds á heimsmynd og heimspeki miðaldanna, sem þýðandi þess meitaraverks á við að glíma. Þar kemur eigi síður til greina hið margslungna og litríka ljóðform Dantes, að ógleymdu málfari hans. Það er Guðmundi Böðvarssyni mikill heiður og hrós, hve djarf- lega hann hefir gengið á hólm við þá örðugleika, sem biðu hans, þegar hann hófst handa um það að snúa á íslenzku völdum kvið- um, en þýðingarmiklum um efni og meðferð þess, úr öndvegis- riti Dantes, og hikaði ekki við að halda óbreyttum bragarhætti frumkvæðisins. Slík aðferð gerir geysimiklar kröfur til þýðandans, en er samtímis afar mikilvægt atriðj hvað Dante snertir, jafn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.