Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 54

Eimreiðin - 01.05.1970, Qupperneq 54
118 EIMREIÐIN de Chardin vakti sérstaklega bergmál í huga mínum, vegna þess, að veturinn síðasta, sem ég kenndi á Ríkisháskólanum í Norður- Dakota (1967), hlýddi ég á gagnmerkan fyrirlestur, sem einn kenn- arinn í deild háskólans í trúarlegum fræðum, kaþólskur prestur og maður víðmenntaður, flutti um de Chardin og kenningar hans, og kom Dante þar vitanlega við sögu. Þegar í minni er borið, hve djúpum rótum Divina Commedia stendur í trúar- og heimsskoðun miðaldanna, menningarlegum jarð- vegi þeirra, í fáum orðum sagt, og þess er jafnframt gætt, hve fátt hefir verið ritað á íslenzku um Dante og hið stórbrotna og þrauthugsaða skáldverk hans, er það augljóst mál, hve nauðsynlegt það var fyrir íslenzka lesendur, að þýðingu Guðmundar Böðvars- sonar fylgdi inngangsritgerð uni skáldið og kvæðið sjálft. Því efni gerir Guðmundur góð skil í forspjalli sínu, þótt þar hafi óhjákvæmilega orðið að stikla á stóru. Að sjálfsögðu rekur hann þar í megindráttum heillandi ástarsögu þeirra Dantes og Beatrice, sem er svo snar þáttur í snilldarverki hans, Gleðileiknum ódauð- legUj „að hann verður ekki lesinn, jafnvel ekki brot úr lionum, án þess sú saga sé í huga höfð,“ eins og Guðmundur segir réttilega. Hann snýr einnig á íslenzkn nokkrum tilvitnunum úr hinu víð- kunna riti Dantes Vita nuova (Nýtt líf), en í þá bók safnaði Dante, nokkru eftir dauða Beatrice, ljóðum þeim hinum yndisríku, sem hann hafði ort til hennar í lifenda lífi, og tengdi þau saman með skýringagreinum í óbundnu máli (Smbr. inngangsritgerðina að jrýðingu Dorothy L. Sayers að Hell (Vítisljóðum) bls. 27). En það er eigi aðeins flutningur sjálfs söguefnis Divina Comme- dia af frummálinu á erlent mál, ásamt með víðfeðmri og djúpri hugsuninni í kvæðinu, táknrænni og myndauðugri túlkun hins mikla skálds á heimsmynd og heimspeki miðaldanna, sem þýðandi þess meitaraverks á við að glíma. Þar kemur eigi síður til greina hið margslungna og litríka ljóðform Dantes, að ógleymdu málfari hans. Það er Guðmundi Böðvarssyni mikill heiður og hrós, hve djarf- lega hann hefir gengið á hólm við þá örðugleika, sem biðu hans, þegar hann hófst handa um það að snúa á íslenzku völdum kvið- um, en þýðingarmiklum um efni og meðferð þess, úr öndvegis- riti Dantes, og hikaði ekki við að halda óbreyttum bragarhætti frumkvæðisins. Slík aðferð gerir geysimiklar kröfur til þýðandans, en er samtímis afar mikilvægt atriðj hvað Dante snertir, jafn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.