Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1970, Page 59

Eimreiðin - 01.05.1970, Page 59
afreksverk 123 Við hinar ensku þýðingar, sem ég hefi haft við hendina, sérstak- leg við þýðingu Dorothy L. Sayers, er var, eins og fyrr getur, meðai þeirra þýðinga, sem Guðmundur lagði tii grundvallar þýðingu sinni. Sá samanburður minn hefir leitt það í ljós, að frá sjónarmiði þeirra, er krefjast þess, að ljóðaþýðingar eigi að vera sem ailra orð- réttastar, má segja, að sums staðar bresti nokkuð á í þýðingu Guðr mundar, sé sá strangi mælikvarði orðsins á hana lagður. En sú þýðingaraðferð getur þó, eins og Jregar hefir verið nægilega bent á, auðveldlega leitt Jjýðandann í ógöngur og endað úti á málfars- legri flatneskju, svo að þýðingin verður að sama skapi óskáldleg og andlaus. Hins vegar skyldi það í minni borið, að með þýðingu sinni setti Guðmundur sér Jrað höfuðmarkmið, að flytja sem mest af djúp- stæðri hugsun og skáldfegu hugarflugi frumritsins, myndauðgi Jaess og ljóðsnilld, yfir á íslenzkt mál, gera þýðingu sína sem islenzk- astan skdldskap. Til jress að ná því höfuðtakmarki sínu, liefir hann auðvitað verið minnugur þess, hve erfðirnar frá fornum sagnakvæð- um norrænum, gömlum sálmum og' rímum, standa djúpum rótum í hugum íslenzkra lesenda. Með það fyrir augum að ná sem bezt til eyrna slíkra lesenda, notfærir hann sér ennfremur íslenzkar sam- líkingar, er samsvari sem bezt hinum erlendu, og fylgir íslenzkum málvenjum um orðalag, tif þess að gefa Jrýðingu sinni sem íslenzk- astan málblæ, og gera hana um leið sem aðgengilegasta hinum al- menna íslenzka lesanda og ljóðaunnanda, sem hún er sérstakiega ætluð. Fæ ég ekki betur séð, eftir gaumgæfilegan samanburð við hinar ensku þýðingar, er fyrr voru nefndar, en að Jrýðing Guðmundar sé, í heild sinni, gerð af frábærri nákvæmni, bæði hvað sambæri- legt íslenzkt málfar snertir, og þá ekki síður um yfirfærslu hugs- unar og anda verksins á íslenzka tungu. Vitanlega hefir honum, eins og hann játar hreinskilningslega í forspjalii sínu, orðið marg- slungin Jiríhendan Jrungur róður, og tekur það eðlilega ekki sízt til þeirra kafla kvæðisins, sem hlaðnastir eru heimspekilegri hugs- un hins mikla skálds og þar sem hann kafar dýpst. En þó finnst mér Guðmundur gera þeim viðamiklu og vandþýddu köfium merkilega góð skil. Og skemmtiiegt er að geta á það minnt, að sums staðar eru í þýðingunni hreinustu spakmæli eins og til dæm- is, þegar Guðmundur þýðir eftirfarandi ijóðlínu úr 9. erindi í

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.