Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 14
Uppeldi og menntun 1 (I): 12-25
„Menntamál eru alltaf stjórnmál“
Börkur Hansen rœdir við Jónas Pálsson í tilefni
af sjötugsafmœli hans
Jónas Pálsson er Skagfirðingur. Hannfœddist í Beingarði í Hegranesi, þar sem foreldrar
hans, Guðný Jónasdóttir og Páll Björnsson, bjuggu, og ólst þar upp til tólfára aldurs.
Páll lést árið 1965 en Guðný, móðir Jónasar, er enn á lífi, 95 ára að aldri. En gefum
Jónasi orðið:
Ég ólst upp í torfbæ til 12 ára aldurs. Afi minn, Jónas Árnason, byggði baðstofuna
þegar hann hóf búskap á kotinu árið 1906 ásamt ömmu minni, Guðrúnu Jónsdóttur. í
endurminningunni finnst mér að það hafi verið sól flest sumur, flugur mikið suðað
undir hálfhrundum torfvegg móti suðri. En svo finn ég líka enn skammdegiskuldann í
baðstofunni, sem var lítið sem ekki upphituð, þegar vetur lagðist að. Mér eru líka
minnisstæðar uppfenntar bæjardyr og göng eftir stórhríðar.
Skólaganga í Skagafirði
Ég lærði að lesa og skrifa heima eins og venja var og gekk það finnst mér heldur stirt.
Skólaganga hófst við níu ára aldur. Farskólinn í Hegranesinu var haldinn á nokkrum
bæjum, 2-3 vikur í senn, þar sem húsrými var til kennslunnar og hægt að hýsa
kennarann.
Á Hofsósi hafði á þessum árum verið efnt til unglingaskóla í tengslum við
barnaskólann, en unglinganámið stóð þessi árin aðeins 6-8 vikur síðari hluta vetrar.
Tómas Jónasson, móðurbróðir minn, var á þessum árum kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Austur-Skagfirðinga. Kona hans var Ólöf Þorkelsdóttir og áttu þau hjónin mörg börn,
þau yngstu á aldur við mig. Það varð að ráði að ég sækti unglingaskólann á Hofsósi og
þau höfðingshjón létu sig ekki muna um að bæta unglingspilti í hópinn stóra sem fyrir
var í kaupfélagshúsinu á Sandinum.
Suður í gagnfrœðaskóla og Samvinnuskólann
Ungur kennari og efnilegt ljóðskáld, Böðvar frá Hnífsdal, kom sem forfallakennari til
Hofsóss seinni veturinn þar. Hann gaf sér tíma til að sinna mér dálítið og hvatti mig til
að halda áfram í skóla, sótti fyrir mig um upptöku í 2. bekk Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur (Ingimarsskólann) sem var til húsa í Franska spítalanum við Findargötu.
Ég fór suður til Reykjavíkur haustið 1939 og bjó innarlega á Laufásveginum hjá
Guðmundu föðursystur minni og Klöru dóttur hennar. Við skólann kenndu frábærir
kennarar í hverri einustu námsgrein. Mér finnst ég hafi alla tíð síðan búið að þeirri
undirstöðu sem ég fékk þetta eina ár.
12