Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 18
Rætt við Jónas Pálsson
Hvað gerðirðu svo þegar þessari vinnu lýkur?
Það vildi svo til að dr. Matthías Jónasson vantaði starfsmann til að vinna með sér við
að staðla greindarpróf á íslensku. Þetta var liður í stærri rannsókn Matlhíasar á
greindarþroska íslenskra skólabarna. Ég átti að fást við útreikningana. Auðvitað var það
fullkomið ábyrgðarleýsi af mér að taka þetta að mér þar sem kunnátta mín í tölfræði var
mjög takmörkuð. En Matthías réði mig til starfans. Hann hafði vinnuaðstöðu í tveimur
eða þremur stórum stofum í Melaskólanum og þar vann ég næstu tvö árin. Þá var
verkinu að mestu lokið. Ég lærði heilmikið á þessu. Að þessu loknu fór ég, minnir
mig, í einhverja kennslu en það gekk nú ekkert sérlega vel. Til að endar næðu saman
hjá fjölskyldunni þá tókst mér að fá aukavinnu við að skrifa erlendar fréttir á dagblaðinu
Tímanum. Þarna vann ég flest kvöld allt fram til 1960 og í fullu starfi sem blaðamaður
1955-1956.
Skólaráðgjafi í Kópavogi
Dr. Matthías hafði í skrifum sínum bent á nauðsyn þess að börn sem væru með sálræn
vandamál - það heitir í dag böm með sérþarfir - fengju einhverja aðstoð. Matthías talaði
þá gjarnan um sálfræðiþjónustu. Mín afstaða var og er sú að undirstrika ekki hið
afbrigðilega, hvorki í orðanotkun né á annan hátt, heldur reyna að fella störf sem þessi
undir almenna starfsemi skólanna. Sálfræðingafélagið var nýstofnað á þessum tíma. Við
Sigurjón Björnsson beittum okkur talsvert fyrir stofnun þess. Félagið hafði að ég held
nokkur áhrif, m.a. með fyrirlestrahaldi á sínum vegum, sem e.t.v. átti einhvern þátt í að
þessi starfsemi hófst.
Við Finnbogi Rútur og Hulda Jakobsdóttir, kona hans, sem um þessar mundir
verður bæjarstjóri í nýstofnuðum kaupstað, fyrsta kona á Islandi til að gegna því starfi,
töluðum oft saman um ástandið í skólamálunum. Kópavogur var mjög ört vaxandi bær
og þau hjónin skildu öðrum betur þörfina fyrir starfsemi af þessu tagi. Þéttbýlissvæðin
þurftu svona þjónustu þar sem aðstæður voru allt aðrar en í dreifbýlisskólunum.
Eftir mikla vafninga tek ég svo til starfa haustið 1956 sem „ráðunautur um
uppeldismál við ríkisskólana“ í Kópavogi - að vísu undir starfsheiti gagnfræðaskóla-
kennara. Verkefnið er þó nefnt í skipunarbréfi, undirrituðu af Gylfa Þ. Gíslasyni, sem þá
var að hefja sinn langa feril sem menntamálaráðherra. Endanlegt bréf ráðuneytisins kom
þó ekki fyrr en 18. febrúar 1957 því það var talið hættulegt fordæmi að ráða einhvern
sem skólaráðgjafa en það var, minnir mig, starfsheitið sem ég vildi fá.
Þarna starfa ég fram á haustið 1960. Ég hafði vinnuaðstöðu í herbergi í Kársnes-
skóla. Skólastjórar barnaskólanna, Gunnar Guðmundsson og Frímann Jónasson, sýndu
báðir þessari starfsemi velvilja eða a.m.k. mér persónulega. Það var víst ekki mjög
þægilegt að vera kallaður sálfræðingur á þessum árum hérlendis. - Ég var að vísu ekki
ráðinn sem slíkur - en sama var. Kennarar vildu flestir vera lausir við félagsskap slíkra
manna - þ.e. faglega séð - kærðu sig fæstir um afskipti þeirra. Ef menn voru vel
ritfærir bætti það nokkuð úr skák, eins og t.d. var um dr. Símon Jóhannes Agústsson
en hann var bæði menntaður sem heimspekingur og uppeldisfræðingur og ágætlega
ritfær sem kunnugt er. Sama er að segja um dr. Brodda. Hann var þá, held ég, fyrst og
16