Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 21
Rætí við Jónas Pálsson
Æfinga- og tilraunaskóli Kennaraháskólans
Af hverju sóttistu eftir að gerast skólastjóri við Æfinga- og tilraunaskólann?
I fyrsta lagi hef ég alltaf haft þá afstöðu að það væri gott að menn hreyfðu sig í starfi,
sérstaklega stjórnendur. Þeir ættu að mínu áliti ekki að vera mjög lengi á sama stað -
sjálfs sín vegna, stofnana sinna vegna og starfsfólksins. Eg var búinn að koma
byrjunarstarfi á þokkalegan rekspöl, að mér fannst. Ungt fólk af nýrri kynslóð var að
koma frá námi, væntanlega gagntekið af baráttuhug tíðarandans á sjöunda áratugnum.
Mér þótti eðlilegt og nauðsynlegt að leyfa því að taka til hendinni. - Mér fannst lfka
alltaf að mig skorti meiri sérfræðiþekkingu, hærri prófgráður og faglegri starfsþjálfun.
Eg taldi mig einnig, þrátt fyrir vöntun mína á kennararéttindum og kennslureynslu, geta
komið með ný sjónarmið inn í grunnskólana og þarna fengi ég kost á að vinna verk
sem væri mikilvægt og mér þætti áhugavert; vinna að bættum starfsskilyrðum
nemenda, foreldra og uppeldisstéttanna. Þetta var m.ö.o. liður í viðleitni minni að
styrkja stöðu kennarans, menntunarlega og starfslega svo að hann yrði færari um að taka
skynsamlegar ákvarðanir. Þetta virðast mér nú hafi verið helstu ástæðurnar sem lágu að
baki því að ég sótti um skólastjórastöðuna við Æfingaskólann, réttinda- og reynslulaus
að kalla sem kennari. Það er undarlegt þegar horft er til baka að maður skuli hafa haft
kjark til að gera þetta. Eg tel mig samt aldrei hafa verið virkari í starfi en þau ár sem ég
starfaði í Æfingaskólanum. Þetta var afspyrnu skennntilegur tími fyrir mig persónulega,
hvað sem öðru starfsfólki kann að hafa fundist.
Hverju tókst þér að koma til leiðar íÆfingaskólanum?
Ef eitthvað hefur tekist vel í störfum mínum, einkum í Æfingaskólanum, þá er það
hvað mér hefur lánast að fá góða samstarfsmenn til liðs við mig. Það var ekki mjög
auðvelt að koma reynslulaus inn í Æfingaskólann. Urslitum réði að mér tókst, held ég,
að ná sæmilegri samvinnu við flesta kennarana. Ég nefni Björgvin Jósteinsson sérstak-
lega en hann tók að sér að verða yfirkennari og gegndi því starfi af miklum heilindum
og krafti. Samansöfnuð reynsla hans af kennslu og skólastarfi var einmitt það sem mig
vantaði. Marga aðra mætti nefna - alla þá mörgu sem umbáru mig - ég var ábyggilega
allt öðruvísi en skólastjórar eiga að vera - en kennararnir létu það gott heita. í þessum
hópi voru margir framsæknir og duglegir starfsmenn sem hafa orðið virkir í málefnum
kennara og mér er það sérstök ánægja að hafa fengið að kynnast þeim og starfa með
þeim.
Ég held því enn fram að við höfum fitjað upp á mörgu og breytt ýmsu. Hins vegar
verður að játa að ekki tókst að koma eiginlegu tilraunastarfi á rekspöl, þannig að
fræðilegum og faglegum vinnubrögðum væri beitt við nýbreytnina. Við kynntum nýjar
hugmyndir, m.a. með því að fá erlenda gesti, og sumar hugmyndanna reyndum við í
starfi. En það tókst ekki að setja upp tilraunaprógramm sem væri skipulagt og útfært
með tilheyrandi skráningu og niðurstöðum. - Þannig glataðist mikil reynsla og
kunnátta. Það tókst sem sé ekki að stofnfesta vinnubrögð í tilrauna- og þróunarstarfi
skólans. Þetta er auðvitað mjög bagalegt vegna þess að það veikir Æfingaskólann enn í
dag starfslega og sem stofnun. A þessu má auðvitað finna ntargar skýringar eða
afsakanir.
19