Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 23
Rœtt við Jónas Pálsson
hugmyndir kæmu til sögunnar á þessum umbrotatímum sem lifa áfram. Endurnýjað og
traust leiðsagnarkerfi fyrir óreynd kennaraefni er vel á veg komið við Kennaraháskólann
enda er æfingakennslan hornsteinn fagmennsku í starfi kennara alveg á sama hátt og
annarra sérfræðinga á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Óskandi að við lendum ekki í
öfgum í hina áttina, þar sem meintur „agi“ og kröfurugl bitna með neikvæðum hætti á
persónulegu og faglegu sjálfsforræði kennara, en án þess má síst vera í skólastarfi.
Heldurþú að um þessar mundir séu útskrifaðir „góðir“ kennararjrá KHÍ?
Eg hefi enga skoðun í því efni þótt persónulega voni ég auðvitað að „betri“ kennarar
brautskráist ár frá ári. Þar með er ekki sagt að það sé einum eða neinuin að þakka eða
kenna. Tímarnir breytast og mennirnir með og starfsaðstæður í Kennaraháskólanum
bæði hjá nemendum og kennurum hafa, held ég, breyst til batnaðar síðustu árin. Samt
eru skilyrði í mörgum grundvallaratriðum herfileg, t.d. enginn boðlegur fyrirlestrarsalur.
Annars fer árangur í námi jafnt í Kennaraháskólanum sem öðrum skólum að miklu leyti
eftir námsáhuga og þeirri kunnáttu, sem nemendur búa yfir, þegar þeir leggja upp í nýja
áfanga. Aðsókn að Kennaraháskólanum hefur aukist síðustu árin, sem betur fer fyrir
kennarastéttina og foreldra í þessu landi. Auðvitað væri sanngirni að leyfa öllum að
spreyta sig fyrsta námsárið og láta námsárangur síðan skera úr um framhaldið skv.
mælikvörðunt sem skólinn setur, þegar verðandi kennarar eiga í hlut. Þessi leið er þó
kostnaðarsöm og núverandi húsnæði skólans og fámennt kennaralið útilokar þennan
valkost. Hins vegar er augljóst að fjöldi nýnema árlega við KHÍ þarf að vera a.nt.k.
160-180 en ekki 120-130 eins og nú er.
Hvað segirðu um fjögurra ára kennaranámið? Skiptir það sköpum fyrir menntun
keiviara?
Ég hefi alltaf dregið í efa að námslengd ein og sér skipti sköpum um verðleika fólks lil
embætta eða hæfni fólks og færni til starfa. Fjögurra ára byrjunarnám þarf því ekki frá
mínum bæjardyrum séð endilega að ráða úrslitum fyrir skólastarf í landinu. Sjálfsagl
mætti lagfæra margt í þriggja ára náminu með markvissum breytingum. Tímalengdin
hefur þó mikið að segja varðandi starf á vettvangi og ég efast rnjög um, eins og
hugsunarháttur fólks er í dag, að hægt sé að ná fram verulega bættri starfsþjálfun og
fagmennsku hjá verðandi kennurum nema lengja námið. - Þetta held ég sé nokkuð
augljóst ef grannt er skoðað. Auðvitað má eins og áður sagði alltaf nýta tímann betur,
hvort sem um er að ræða þriggja eða fjögurra ára kennaranám, t.d. með því að raða
námsáföngum á annan veg, vinna öðruvísi úr verkefnum og einkum þó virkja betur
áhuga nemenda. En miðað við þær kröfur sem gerðar eru til kennarastéttarinnar í dag þá
held ég að fjögurra ára kennaranám sé eðlilegur áfangi í þróun kennaramenntunar. 1
nágrannalöndum er nær alls staðar fjögurra ára kennaranám og víða lengra eins og t.d. í
Þýskalandi. f sumum löndum, t.d. Bretlandi, eru kennaraefni hins vegar yngri þegar þau
hefja námið.
Ég tel líklegt að öflug endurmenntun og framhaldsnám í nokkrum megingreinum
uppeldis- og kennslufræða væru gagnlegasta og áhrifaríkasta aðgerð íslenskra stjórnvalda
í dag til að ná fram hröðum umbótum í menntamálum með lágmarkskostnaði -
menntamál eru alltaf stjórnmál. Hins vegar er heimskulegt að stilla forystumönnum
21