Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 25
Rætt við Jónas Pálsson
heitinu Uppeldisháskóli íslands eða Uppeldis- og kennaraháskóli íslands. Rekstur
þessara háskóla á sameiginlegum „campus" eða skólasvæði mundi skapa margvíslegt
hagræði og ávinning, fjárhagslega og félagslega en þó alveg sérstaklega í menntunarlegu
og menningarlegu tilliti. - Raunar tel ég að inn í þessa endurskipulagningu ætti einnig
að draga Sjómannaskólann og lóðarsvæði hans við Háteigsveg.
Færi svo ólíklega að stjórnvöld vildu kanna slíkar breytingar í alvöru, enda hefðu
þær hlotið jákvæðar undirtektir meiri hluta ráðamanna í viðkomandi skólastofnunum,
þá tel ég mjög koma til álita að kanna skipulagstengsl þessara nýju háskóla við Háskóla
Islands. - Því lengur sem ég hugleiði þessi mál finnst mér eðlilegt og skynsamlegt að
reka aðeins einn meginháskóla hér á eyjunni. - Hins vegar er sjálfsagt að margar
kennslu- og rannsóknarstofnanir njóti verulegs sjálfstæðis hvað fjármagn snertir en þó
einkum í faglegum efnum. Einnig virðist mér eðlilegt að frá aðalháskóla og stofnunum
hans séu rekin háskólaútibú á landsbyggðinni, t.d. á Akureyri og víðar. - Starfsemi
útibúanna myndi tengjast atvinnulífi viðkomandi bæja og byggðarlaga og einkum felast
í þjálfun til starfa við rannsóknir og hin ýmsu störf, t.d. fiskveiðar, iðnað, kennslu og
þjónustu af ýmsu tagi. Þetta mundi styrkja atvinnulíf á viðkomandi stöðum betur en
byrjunarnám til starfsmenntunar, en slíkt nám væri allt eins heppilegt að reka sem
framhaldsdeildir við starfandi mennta- og framhaldsskóla í landshlutunum. — En svona
hugmyndir eru víst taldar fáránlegar um þessar mundir.
Þú hefur stundum talað um „gamla" og „nýja“ Island. Hvernig mœtast þessar
andstœður?
Ja, nú kemst ég í vanda. Þessar nafngiftir eru auðvitað hálfgerð slagorð. í mínum huga
er „gamla“ ísland þetta sem allir þykjast vita hvað er eða var: líf og starf fólksins, sem
öldum saman þraukaði á þessari úthafseyju en huggaði sig í hugarleyni við þá hugmynd
að það væri hér í „sumarleyfi“ eða ævintýraleit og færi „heim“ næsta sumar - á þessu
hausti væri það samt of seint. í draumum okkar vorum við Evrópubúar þar sem stunduð
var akuryrkja. Við urðum aldrei almennilegir veiðimenn hvorki til sjós né lands - fyrr
en loks á 19. og 20. öld, sem þá snerist upp í afskræmda vélvædda rómantík. Þetta fólk
lærði ekki einu sinni að búa sér til almennilega hlý föt úr skinnum eins og eskimóar og
samar. Mér skilst að Ameríkanar hafi á stríðsárunum kennt okkur að búa til
sómasamleg hlífðarföt úr ullargærum.
Þegar ég fæðist búa 85 þúsund manns í landinu, 70% í sveitum, byggingar þar
flestar úr torfi og grjóti; hinn hlutinn býr í sjávarþorpum hringinn í kringum landið.
Við stunduðum sjálfsþurftarbúskap og hver ný kynslóð varð að endurreisa árlega flesta
torfkofana yfir menn og skepnur. Verkkunnátta innan stokks sem utan var kyrrstæð og
afkastasmá þótt hún væri á sinn hátt háþróuð og nostursöm. Bjargráð voru því fá ef út
af bar með veðurfar en mannfellir þegar yfir dundu eldgos og jarðskjálftar með
tilheyrandi harðæri. Mannlíf hjá þorra fólks á Islandi á 17. og 18. öld var ábyggilega
frumstæðara og ömurlegra en ráða má af rómantískum lýsingum síðari tíma manna sem
unnu að endurreisn íslands og þurftu að setja frarn álitlegar forsendur fyrir pólitískri
stefnuskrá og framtíðarsýn.
Mikið hefur verið gert úr almennri lestrar- og skriftarkunnáttu íslendinga á þessurn
öldum. Viðleitni landsmanna í þessu efni er aðdáunarverð en mig grunar að raunveruleg
23