Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 30
Asgeir Beinteinsson
Upplýsingatafla til vinstri handar við hliðina á fatahengi nemenda sagði mér allt sem
ég þurfti að vita. A næstu hæð fyrir ofan er bókasalur ásamt vinnuaðstöðu kennara,
kaffistofa og hvíldarherbergi. í vesturhluta álmunnar á jarðhæð er listmenntadeildin. Á
þriðju hæðinni eru viðtalsherbergi hópa.
Ég kallaði á unga stúlku sem átti leið niður tröppurnar og spurði hana út í
starfsemina á þriðju hæðinni.
„Kennararnir eru þarna með hópana sína fyrst á morgnana. Þeir hafa tölvu sem er
tengd mömmunni og svo er líka prentari þarna. Krakkarnir geyma svo dótið sitt í
stofunni.“
„Hvað er gert í stofunum?“ spurði ég, fullur áhuga.
„Æ, það er svo margt, við tölum saman, vinnum hópverkefni, athugum hvernig
okkur gengur og ýmislegt," svaraði hún heldur óróleg því að það var greinilegt að hún
hafði að einhverju að snúa.
Skrifstofur skólastjórnenda eru við ganginn á hægri hönd þegar komið er upp
steinlagðan stigann. Við stigauppganginn eru myndir frá þeim tíma þegar ég var í
skólanum. Ég gekk hægt upp stigann og skoðaði myndirnar: þarna var ég í hópi
kennara og þarna var mynd af Jónasi Pálssyni, brosmynd í fallegum ramma.
Merkilegastar voru þó myndirnar sem sýndu hvernig skólinn stóð nánast í drullupytti
og engin aðstaða var fyrir nemendur á lóðinni. - Það er undarlegt að hugsa til þess núna
að nokkrum skyldi haldast uppi að hafa skólann og umhverfi hans eins og það var á
þessum árum.
Ég gekk inn ganginn sem lagður var bláum gólfdúk með gulum skrautröndum sem
gengu upp veggina sitt á hvað eins og óregluleg speglun af haffleti, þvert yfir hurðir og
húsgögn. Þetta gaf ganginum einkennilegan blæ glaðværðar og gáska.
Ég staðnæmdist við hurð sem á stóð „stjórnendur". Ég drap á dyrnar og gekk inn.
Skrifstofan var hreinleg og snyrtileg. Guli renningurinn af ganginum hafði verið látinn
ganga inn og ráða litavali inni á skrifstofunni.
Ungur maður í skræpóttum bol gekk á móti mér og kynnti sig: „Óskar Þórðarson
framkvæmdastjóri.“
Ég kynnti mig sem fyrrverandi starfsmann við skólann og sagði frá erindi mínu. „Ja,
það þýðir þá lítið að ræða við mig. Ég sé um fjármál og rekstur. En skólastjórinn er
hér handan við þilið og tekur áreiðanlega á móti þér.“ Maðurinn var svo snöggur í
svörum að mér, öldruðum manninum, hafði ekki tekist að koma því til skila að það
væri einmitt skólastjórinn sem ég ætlaði að hitta.
Ég gekk bakvið þilið og heilsaði. Mér fannst ég kannast við andlitið en kom því
ekki fyrir mig.
Skólastjórinn, sem kvaðst heita Kristján Þ. Guðjónsson, var glaðlegur og bauð mér
sæti. Hann vissi hvert erindi mitt var og sneri sér beint að tölvunni en spurði um leið
og hann sneri sér á stólnum: „Manstu ekki eftir mér? Ég byrjaði í skólanum nokkrum
árum áður en þú hættir.“ Jú, ég mundi eftir honum: „Þú braust styttuna frá henni Raisu
Gorbatsjovu.“ Hann leit snöggt á mig og brosti: „Sástu hana ekki í anddyrinu niðri
þegar þú komst inn?“ Nei, ég varð að játa athugunarleysi mitt. „Límið hefur þá ekki
gefið sig eftir öll þessi ár?“ spurði ég svo.
„Nei,“ sagði hann, „ég lét flytja hana niður í anddyri, minnugur minnar hræðilegu
vistar hér í skólanum." Og svo hélt hann áfram eftir stutta þögn: „Ja, ef ég hefði ekki
28