Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 33
Ásgeir Beinteinsson
Þriðjudagur: Nemandinn kynnist samstarfshópi sínum. Könnun á grunnþekkingu í
móðurmáli, stærðfræði og einu alþjóðlegu máli. Aðrar greinar verða metnar um leið og
nemandinn byrjar að takast á við þær.
Ég sá að ég yrði næstum óþarfur á þriðjudag. Hitt þóttist ég sjá að Lí-fjölskyldan
yrði nú á gamals aldri að taka að sér foreldraskyldur sem auðvitað er alltaf mikil ábyrgð
- en ég vissi að þau stæðu undir henni. Og ég ætlaði að verða þeim innan handar fyrstu
dagana en yrði líklega laus í vikulokin.
Mánudagurinn rann upp, hvftur og svalur. Já, það var farið að snjóa. Þegar ég kom út
virtist enginn vera kominn á stjá því að fátt var um spor í snjónum. Nokkrar þrestir
flugu af þaki mínu er ég skellti útihurðinni. Þeir voru kannski að kveðja. Sumarið var
liðið.
Rafvagninn var fljótur að flytja mig vestur á Framnesveg. Þar bjó Lí-fjölskyldan í
uppgerðu gömlu steinhúsi. Ég þurfti ekki að tilkynna komu mína því að sjálfvirkur
búnaður gerði það fyrir mig með mynd og bjölluhljómi í stofunni. Ég var boðinn
velkominn og gekk inn. Stirðnað bros mitt var enn á skjánum. Ég mun seint venjast
þessari nýjung.
Við settumst öll að morgunverðarborðinu. Við Lí fórum að rifja upp garnla tíma en
fljótlega barst talið að drengnum. Ég komst að raun um að ég hafði haft rétt fyrir mér.
Hann kom úr hefðbundnum skóla.
Lí gamli bað strákinn að sækja skólagögnin sem hann hafði komið með að heiman.
Ég leit yfir þau og skildi ekki neitt. Lí gamli glotti af eintómum prakkaraskap. Ég varð
hálf kindarlegur þegar ég leit á hann, en svo skellihlógum við báðir.
Mér varð litið á klukkuna. „Við erum að verða of seinir," hálf hrópaði ég. Stráknum
brá og hann leit á Lí gamla og svo á mig. „Alltaf sami æsingurinn í þér,“ sagði Lí og
var kíminn á svip, „þið náið vagninum og verðið komnir í tæka tíð.“
Og auðvitað hafði hann rétt fyrir sér, við náðum. En við hlupum svo hratt að
útihurð skólans að minnstu munaði að hún væri ekki alveg opin þegar við komum að
henni. Mig hálflangaði að segja stráknum til hughreystingar að til væri gamalt máltæki
sem segði að fall væri fararheill en það eina sem ég gat gert var að brosa hughreystandi
til hans.
Inn bláa ganginn fórum við og að innsta herberginu á hægri hönd. Ég ýtti á
bjölluhnappinn og í litlum hátalara á hurðarspjaldinu heyrðist sagt: „Gjörið þið svo
vel.“
„Guðný Giskan félagssálfræðingur, gjörið svo og vel og fáið ykkur sæti.“ Þegar ég
var sestur áttaði ég mig á því að þetta var gamla kennarastofan.
„Hvað gerist nú?“ spurði ég.
„Það sem gerist fyrst er að ég skamma ykkur báða tvo.“ - Mér var brugðið. „Þið
hafið ekki sett á ykkur skóhlífarnar þegar þið komuð inn.“ Eitthvað hlaut að fara
úrskeiðis. „Ég bið þig að afsaka okkur," umlaði ég.
„Það er allt í lagi,“ sagði hún og brosti hughreystandi, „ég skal senda einhvern eftir
hlífum handa ykkur - eða viljiði frekar fá inniskó? Þið verðið hér í allan dag, er það
ekki?“
„Jú, þakka þér, það væri best.“
31