Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 35
Ásgeir Beinteinsson
markvissar í þágu náms sérhvers einstaklings. Vinnutíminn frá 1000 til 1400 alla daga
nýtist ágætlega í skrefavinnunni hjá allflestum en það er ekki alveg tryggt; þess vegna
vill maður alltaf reyna að gera betur fyrir hvern og einn.“
„Afsakið," greip túlkurinn fram í, „erum við ekki komin út fyrir efni viðtalsins?“
Við urðum bæði sneypt.
„Jú,“ sagði Guðný. „Við snúum okkur nú að efninu.“
Og hún byrjaði að spyrja Skó litla alls konar spurninga um allt mögulegt og
ómögulegt: Um foreldra, systkini. frændur og frænkur og um æskuminningar. Síðan
fékk hann tíu mismunandi myndir til að bregðast við. Ég dottaði á meðan á
spurningaflóðinu stóð en pilturinn svaraði víst öllum spurningum skýrt og
skilmerkilega.
„Nú er starfi mínu væntanlega lokið," tilkynnti túlkurinn. „Ég hef litið yfir gögnin
sem drengurinn kom með og á þeim er ekkert að græða, þar eru einungis lýsingarorð og
tölur sem segja ekki neitt. Þakka ykkur fyrir samstarfið og veriði sæl.“ Við þökkuðum
einnig fyrir okkur og kvöddum. Tókum af okkur hlustunartækin.
„Verður hægt að ákveða síðdegis í hvaða hópi hann lendir?“ spurði ég nokkuð
vantrúaður á það að hægt væri að meta drenginn eftir svo stutt viðtal.
„Já,“ svaraði félagssálfræðingurinn hughreystandi því að hún heyrði efasemdir mínar
á málrómnum og hélt áfram: „En þetta er að vísu afskaplega veikburða tilraun til að
finna drengnum stað í heppilegum hópi. Ef við þekktum sögu hans betur væri það
auðveldara. Eini tilgangurinn er jú sá að reyna að tryggja eins vel og kostur er að
einstaklingurinn fái að njóta sín. Ríkidæmi hverrar þjóðar og öll auðlegð hennar eru
undir því komin að hver og einn fái að njóta sín í samstöðu og í samvinnu við
heildina. Frumkvæði, sköpun og frelsi hvers og eins fleytir okkur öllum í átt til betri
tíma.“
„Takk fyrir,“ sagði ég. „Við lítum inn síðdegis.“
Við kinkuðum báðir kolli til Guðnýjar Giskan og Skó hneigði sig einnig
hæversklega.
Skólastjórinn tók á móti okkur á skrifstofu sinni glaður í bragði og þar sem nú var
liðið að hádegi bauð hann okkur með sér inn í matsal nemenda.
Matsalurinn var í gamla anddyrinu. Til vinstri handar þegar við gengum inn var
matarbar þar sem heitur matur var allientur á bökkum. í salnum - því að þetta er
vitaskuld ekki anddyri lengur - silja nemendur og borða. Stórar plöntur, eins konar tré,
prýða salinn og hvítir bjöllulagaðir ljósaskermar eru eins og hattar yfir borðunum.
Matarilmurinn þrengir sér inn í nefið og gerir mann svangan en skarkali í bökkum
og skvaldur í börnum á öllum aldri fyllir hlustirnar notalegri vissu um að framtíðin eigi
hér von. Kennarar sitja og matast með nemendum til að gæta þess að allt fari vel fram.
Við stöndum í röðinni og þegar að okkur kemur veljum við okkur matarskammta af
stóru skilti á veggnum andspænis okkur. Skó Lí áttaði sig ekki alveg á því hvernig
hann átti að bera sig að en skólastjórinn var nú fljótur að kippa því f lag.
Það er laust borð fyrir miðjum salnum og þar setjumst við niður. Þegar ég er sestur
get ég ekki lengur orða bundist.
„Mig hálflangar að biðja þig, Kristján, að segja mér frá starfseminni sem fer fram í
þessu húsi.“
33