Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 36
Ásgeir Beinteinsson
„Það er sjálfsagt,“ byrjaði skólastjórinn og leit í kringum sig. „Þessi salur, sem þú
þekkir sem gamla anddyrið, nýtist sem matstofa þegar það á við. Þar fyrir utan sitja
nemendur hér, vinna eða spjalla saman. Á kvöldin koma foreldrar hér gjarnan saman
þannig að aðstaðan er vel nýtt. Hér inn af er salur sem þú þekkir velDog hann nýtist
sem slíkur. Þar er leiklist, dans, hljóðfæraleikur og kvikmyndasýningar, ýmist í
tengslum við námið eða sem afrakstur náms - enda verða allir nemendur að taka nokkur
skref í kvikmyndanámi.
í vinnustofuálmunni er aðsetur námsgreina á þremur hæðum. Þar fer mikill hluti
skrefanámsins fram. Nemendur hefja skrefanámið þegar þeir eru tíu ára gamlir og geta
lokið því á aldursbilinu 14 til 17 ára. Frá 5 til 9 ára eru nemendur í fornámi þar sem
þeir eru m.a. þjálfaðir í því að velja og skipuleggja sitt eigið nám. - Þá fylgjumst við
grannt með hverjum og einum til þess að geta hjálpað þeim sem best. Fornámið fer
fram í húsinu hérna á lóðinni sem tengt er íþróttahúsinu, enda er hreyfing
grundvallarþáttur í fornáminu.“
„Fyrirgefðu,“ spurði ég forviða, „eru þá engin tengsl milli aldurshópanna?“
„Jú, nemendur héðan aðstoða gjarnan í starfinu útí...“
Strákur sem hafði komið hlaupandi féll kyllillatur fyrir aftan skólastjórann. Áður en
honum tókst að hlaupa á brott greip skólastjórinn í peysuna hans. Strákurinn, sem ekki
áttaði sig á því hver gripið hafði í hann, rykkti í en skólastjórinn hélt fast. Strákurinn
sneri sér snöggt við með hnefann á lofti en varð skömmustulegur þegar hann sá hver
hélt í hann. Hann fékk tiltal og tilmæli um að hann ætti að mæta hjá skólastjóra eftir
1400.
Þegar drengurinn var farinn leit skólastjórinn á mig með ‘þú kannast við þetta
augnatillit* og sagði: „Þetta er gamall kunningi sem ég verð að rabba reglulega við.
Nú, þegar vinnan hefst að nýju uppúr 1330 skal ég ganga með ykkur einn hring á
miðhæðinni.“
Að máltíð lokinni gengum við frá matarbökkum okkar. Mikill skarkali var í salnum
um það leyti sem skrefavinnan hófst að nýju. Allir virtust þó vita nákvæmlega hvert
þeir voru að fara. Sumir virtust líka vita í hvern þeir áttu að pota.
Skólastjórinn sendi nokkrum sterkt og ákveðið augnaráð sem virtist duga.
Á miðhæðinni er notaleg setustofa og til hægri handar er einstaklings-vinnurými
fyrir nemendur. Um leið og nemendur koma í setustofuna, sem þjónaði sem gangur í
gamla daga, er eins og nýr svipur komi á þá. Þetta er svipur andaktar og ábyrgðar. Við
skoðum myndverk, Ijósmyndir og upplýsingar á veggjum á meðan nemendur koma sé
að verki.
Til vinstri handar er enskukennslustofan. Fyrir miðju í stofunni er hópvinna og
samræðuaðstaða. Með veggjum og gluggum sitja nemendur allt um kring með
heyrnartól fyrir framan tölvuskjái. Hvert sæti er skipað: Fimmtán nemendur sitja úti
við veggi í básum og átta til tíu nemendur í miðjunni ásamt kennara sínum. Góður
vinnukliður myndast strax inni í stofunni.
Og Kristján Þ. Guðjónsson skólastjóri heldur áfram: „í grundvallaratriðum eru allar
bóklegar greinar skipulagðar með þessum hætti. Þjálfunarþættir eru unnir í básunum en
samskipti og samræður fara fram hér á miðjunni. Hvert einasta verk nemenda í
einstaklingsvinnunni er skráð í skýrslu nemandans í móðurtölvunni. Þannig er hægt að
J
34