Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 38
Ásgeir Beinteinsson
félaga sinna í umsjónarhópnum á morgnana. Það eru margar leiðir í stærðfræðináminu;
ekki taka allir sömu skrefin heldur fara þau eftir getu hvers og eins. Samræðuþáttur
stærðfræðinámsins er fólginn í úrvinnslu með kennara á því efni sem farið er í hverju
sinni. I þeim samræðuhópum eru nemendur samstíga eða eru að vinna með sama efni.
Þessir hópar eru misstórir, allt eftir þörfum hverju sinni. Sköpunarþáttur
stærðfræðinámsins er fólginn í gerð líkana og munstra, hann er gjarnan unnin í
samvinnu við listmenntadeildina enda kemur stærðfræðin inn í tónlist, myndlist og
handlistir hvers konar.“
Nú var Guðmundur Ólafsson stærðfræðingur orðinn andstuttur þó að þetta væri
greinilega rulla<sem hann kunni utanbókar.
Það var gaman að sjá hvað nemendur létu lítið truflast af nærveru okkar. Stór hópur
nemenda sat við skjáina og skrásetti af ákafa en aðrir gáfu gaum að bókum sínum og
ræddu saman um úrvinnsluna og kölluðu stöku sinnum á kennarann sér til aðstoðar. Ég
gekk að einum eldri nemanda sem var greinilega kominn langt í námi og bað hann að
segja mér frá því sem hann var að gera og var hann fús til þess.
„Ég er,“ sagði hann,“ að Ijúka grunnskrefunum í stærðfræðinni og þegar ég er búinn
að setja tölurnar inn núna þá ætti ég að vera búinn, það er að segja ef ég hef réttu
lausnirnar. Sérðu, dadda radda da.“ Hann var greinilega sáttur við árangurinn. „Nú er ég
búinn með grunnskrefin og get byrjað að vinna framhaldsskrefin.“
„Hvað merkir það?“ spurði ég forviða.
„Ég ætla að fara í smíðanám og þess vegna get ég einbeitt mér að því að tileinka
mér stærðfræðina sem ég þarf að kunna þar.“
Þessi drengur var hróðugur með árangur sinn og ég bað hann um að sýna mér yfirlit
yfir það sem hann var búinn með frá því að hann byrjaði í stærðfræðináminu. Hann
ýtti á nokkra takka og upp á skjáinn kom yfirlit yfir stærðfræðikunnáttu þessa líflega
unga manns. Hann gat rifjað upp hvaðeina sem hann hafði lært með því að benda á þá
staði á skjánum sem sýndu tilteknar aðgerðir sem hann hafði lært og átti að kunna.
En svo var bankað öxlina á mér og þar var Kristján skólastjóri kominn og vildi
halda áfram. „Áður en þið farið aftur til hennar Guðnýjar," sagði hann, „ætla ég að sýna
ykkur íslenskudeildina." Ég fann að hann hafði að einhverju öðru að hverfa; hann var
greinilega enn ekki laus við ákafa unglingsáranna og brann í skinninu eftir því að halda
áfram. Við gengum fram setustofuna og upp á þriðju hæðina sem reyndist vera með
svipuðu sniði og önnur hæðin.
I endastofunum þremur var aðsetur íslenskunnar. I miðstofunni var skrefavinna
sjálfsnámsins sem var unnin með svipuðum hætti og stærðfræðin: nemendur unnu með
tilteknar reglur, bæði í málfræði og stafsetningu, og skiluðu úrlausnum í tölvurnar sem
voru alveg eins og tölvurnar niðri. I stofunni hægra megin var unnið með
bókmenntatexta. Þar var hins vegar lítið um bækur og var ég undrandi á því. Ég spurði
samræðustjórann út í það en hann kvað bækurnar vera á bókasafninu og þar væri
undirbúningsvinnan unnin í samráði við bókaverði en úrvinnslan færi l'ram í hópvinnu
með kennaranum. Verkefnum var greinilega skilað með ýmsu móti og mátti sjá
afraksturinn á veggjunum. I stofunni vinstra megin var skapað og tjáð. Þar voru textar
leikgerðir, Ijóð lesin með tilþrifum, eða leikrit gaumgæfð og færð upp. Úrvinnslan var
gjarnan sett á myndbönd eða flutt á leiksviðinu öðrum nemendum til skemmtunar í
hléum.
36