Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 39
Ásgeir Beinteinsson
Nú leit Kristján á úrið sitt og síðan á mig. Það var greinilega kominn tími til að
heimsækja félagssálfræðinginn. Skó litli var þá sokkinn í að skoða teiknimyndasögu
sem einhver nemandinn hafði gert af Gunnlaugs sögu Ormstungu. Það var greinilegt að
honum líkaði sagan vel. Ég varð því að ýta við honum.
Við gengum saman niður í matsalinn og áfram inn á skrifstofurnar. Kristján ýtti á
bjölluhnappinn og eftir tilheyrandi gjöriðisvoveli gengum við inn til ungfrúar Guðnýjar
Giskan. Við fengum okkur sæti. Skó Lí var nú mjög áhugasamur og vildi skilja hvað
fram fór. Guðný hafði þess vegna samband við þýðingarstöðina og við tengdum okkur.
Þegar þetta var komið í kring fengum við að heyra niðurstöðuna af rannsókn hennar:
„Hann virðist eiga best heima í hópi CIO, C-ið táknar að stofan sé á þriðju hæðinni
og 10 táknar að aðsetur hópsins er í stofu 10 á þeirri hæð. Stofurnar eru í suður-
álmunni. I hópnum eru 5 drengir og 6 stúlkur. Þau eru á aldrinum 10 til 13 ára. Þetta er
félagslega mjög sterkur hópur sem hefur verið lengi saman og tekur vel á móti nýjum
félögum. Kennslukonan sem sinnir þeim hefur reynst afskaplega vel í starfi. Hún hefur
unnið með marga og misjafna hópa og hefur ævinlega skilað góðum árangri. Hún hefur
mikinn áhuga á tungumálum og kann eitthvað fyrir sér í víetnömsku, sem hlýtur að
teljast góður kostur; hún er annars einn af sex íslenskukennurum skólans og mun því
getað aðstoðað drenginn talsvert á meðan hann er að komast inn í starfið - auk þess
sem hún mun auðvitað kenna honum íslensku og fylgjast með því að hann sinni sínu
eigin móðurmáli.“
„Hvenær er luigmyndin að hann byrji í skólanum?" spurði ég fullur áhuga.
„Hann getur byrjað strax í fyrramálið kl 0800 - og muniði nú að það eina sem hann
þarf að hafa með sér að heiman eru inniskór,“ sagði hún sposk en ákveðin á svip.
Það var þá ekkert meira að segja við þessa ágætu konu annað en að þakka fyrir sig
og halda heim á leið. Við gengum suður gáskafullan ganginn og það lá við að maður
fyndi til fiðrings í maganum þar sem sólin skein inn um rúðurnar á hægri hönd og
magnaði andstæður litanna á ganginum. Við gengum niður steinlagðan stigann niður í
anddyrið og þar sem mig langaði til að líta rétt aðeins inn í listmenntadeildina gengum
við þangað inn en hún er, eins og áður segir, á jarðhæðinni í vesturhluta suðurálm-
unnar. Þar var mikið um að vera eins og vænta mátti. Þar voru sex stórar stofur sem
mynduðu hring um miðsvæði.
Stofurnar voru þannig skipulagðar að hægt var að opna þær inn í miðrýmið en í
hverju herbergi voru mismunandi möguleikar til listmennta: í einu voru tréiðnaðar-
verkfæri, í öðru málmvinnsluverkfæri en það herbergi var opið út á lóðina, í hinu
þriðja voru tæki til saumaskapar, í hinu fjórða var aðstaða til myndlistar hvers konar, í
hinu fimmta voru tæki til að taka upp á mynddiska ýmislegt sjónrænt efni og í hinu
sjötta, sem var stærst, voru hljóðfæri.
Ég fylgdi Skó litla Lí heim í rafvagninum og benti honunt með handapati á öll
lielstu kennileiti á leiðinni.
Þriðjudagurinn rann upp fullur af nýjum möguleikum, nýjum spurningum og nýjum
svörum. Við höfðum orðið ásáttir um það, ég og Lí gamli, að hann kæmi með
drenginn til mín og við gengjum frá heimili mínu í Norðurmýrinni til skólans. Þetta
var fallegur dagur og við höfðum um margt að spjalla á leiðinni. Ég sagði Lí gamla frá
viðburðum gærdagsins og hann reyndi að setja sig inn í hvaðeina sem ég sagði honum
37