Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 46
Uppeldi og menntun 1 (1): 44-53
Börkur Hansen
Mat á skólastarfi: Til hvers?
lnngangur
Mat á skólastarfi er eitt þeirra atriða sem flestir eru sammála um að verði að styrkja á
öllum sviðum í íslenska menntakerfinu.1 í skýrslunni Til nýrrar aldar2 segir t.d. að
nauðsynlegt sé að „komið verði á reglubundnu eftirliti og mati á skólastarfi á
grunnskólastigi, tengdu leiðsögn um frekari þróun og úrbætur“. Viðlíka sjónarmið
koma fram í Skólastefnu Kennarasambands Islands3 og Aðalnámskrá grunnskóla.4
Núverandi menntamálaráðherra hefur einnig haft á lofti sviþuð sjónarmið og hafið
endurskoðun laga um grunnskóla og framhaldsskóla, m.a. til að kveða skýrar á um mat
og eftirlit.5
Þessi áhersla á mat og eftirlit í menntakerfinu, sem flestir virðast sammála um,
vekur óneitanlega upp margar spurningar. Er skólastarfið ekki nægilega gott? Er
almenningur ekki nægjanlega upplýstur um það sem er að gerast í skólum landsins?
Hefur það mat og eftirlit, sem stundað hefur verið, ekki verið nægilega markvisst?
Hefur matið beinst að röngum atriðum? Hver á að sjá um matið?
Til að reyna að svara þessum spurningum verður í grein þessari fjallað um hugtakið
mat og skólastarf, tilganginn með slíku mati og hvernig sé æskilegt að standa að verki.
Umfjöllunin verður afmörkuð við mat á starfi í grunnskólum og tilvísanir til dæma um
mat á skólastarfi verða að mestu bundnar við breska fræðimenn.
Hugtakiö mat og skólastarf
Mat er eitt af því sem við stundum daglega án þess endilega að gera okkur grein fyrir
því.6 Konan sem fer út í búð til að kaupa í matinn þarf að meta hvort hún á að kaupa
Bragakaffi eða Kaaberkaffi, léttmjólk eða undanrennu, rúgbrauð eða heilhveitibrauð.
Svipað má segja um skólamál. Foreldrar, nemendur og allur almenningur fjalla talsvert
um skólamál og eru þá jafnan að meta gæði skólastarfsins, annaðhvort í heild sinni,
kennslu einstakra kennara, námsefni, stundatöflu og fleira viðlfka. Kennarar eru hér
engin undantekning en þeir, jafnt sem aðrir, mynda sér skoðanir á þessum sem öðrum
atriðum í skólastarfinu. Það má því segja að allir séu meira og minna að meta með
1 Hér þýði ég hugtakið educational evaluation sem mat á skólastarfi.
2 Til nýrrar aldar 1991:72.
3 Skólastefna 1990:11.
4 Aðalnámskrá grunnskóla 1989:19.
3 Sjá Mótun menntastefnu 1992.
6 Natriello 1990:35.
44