Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 47
Börkur Hansen
óformlegum liætti þegar þeir taka ákvarðanir um hin ólíkustu málefni. Hér á eftir
verður þó einkum fjallað um formlegt mat og skólastaif.
Margar formlegar skilgreiningar eru til á hugtakinu mat. Natriello bendir á að í
hugum margra sé mat bundið við námsmat, en það sé einungis ein tegund af mati, mat
sé mun víðara hugtak.7 Upphaflegu skilgreininguna á hugtakinu mat á skólastarfi segir
Hopkins að megi rekja til Ralph Tylers frá því á fimmta áratugnum en hann skilgreindi
mat sem athugun á því hversu vel settum kennslumarkmiðum væri náð. Síðari tíma
fræðimenn hallast hins vegar að víðari skilgreiningu á hugtakinu.8 Nevo telur að flestir
fræðimenn séu nú sammála þeirri skilgreiningu að „mat sé kerfisbundin lýsing á
tilteknum atriðum til að geta sagt til um ágæti þeirra".9 Mat felur því í sér söfnun
gagna eða upplýsinga af einhverju tagi til að fella dóma eða gefa umsagnir. Konan í
búðinni hefur langa reynslu af bæði Braga- og Kaaberkaffi og fellir dóm á grundvelli
þeirrar reynslu.
Það sem aftur á móti gerir mat formlegt er að tilteknum atriðum er lýst á hlutlægan,
markvissan og kerfisbundinn hátt. Þá er verið að höfða til vinnubragða við söfnun og
úrvinnslu gagna, sem fela í sér að þær umsagnir sem eru gefnar eigi við rök að
styðjast. M.ö.o., umsagnirnar eiga að vera réttmætar og áreiðanlegar út frá þeim
forsendum sem þær byggja á. Þær byggjast þá ekki á tilfinningu eða öðrum ómark-
vissum forsendum. Margir slá t.d. fram þeirri fullyrðingu að íslenskir unglingar séu
það góðir í ensku að jafnvel megi minnka kennslu í henni í skólum landsins og
rökstyðja mál sitt með skírskotun í einstök dæmi eða reynslu sína almennt. Markviss
söfnun gagna um enskukunnáttu íslenskra barna myndi annað hvort leiða til sömu eða
gangstæðrar niðurstöðu. Munurinn væri einkum sá, ef rétt væri að verki staðið, að
ekki væri hægt að véfengja umsögnina eða matið.
Ymis líkön eru til um hvernig eigi að bera sig að við að meta skólastarf, en sérhvert
líkan felur í sér ákveðna sýn, skapar ramma og gefur vísbendingar um tengsl milli
þeirra þátta sem Iíkanið tekur til. Söfnun gagna fer því eftir gerð líkansins og matið
eða umsagnirnar eftir tengslunum.10 Matssérfræðingarnir Worthen og Sanders benda á
að helsti munurinn á hefðbundnum rannsóknum og matsrannsóknum sé sá að
tilgangurinn með matsrannsóknum sé ævinlega af hagnýtum toga. Hlutverk þeirra
getur verið tvennum hætti: Annars vegar getur matið leiðbeint um hvað megi betur fara
í einhverri formlegri starfsemi, eins og t.d. í skóla, með það fyrir augum að bæta
starfsemina. Hins vegar getur það gefið umsögn um afrakstur starfseminnar. Hugtökin,
sem jafnan eru notuð til að greina þessi tvö hlutverk að, eru leiðsagnarmat og
^ Sama rit, bls. 35.
8 Hopkins 1989:3.
9 Nevo 1986:15-16.
10 Hopkins 1989:18-28.
45