Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 52
Börkur Hansen
má fara. Fjórða skrefið er síðan að fylgja þessu eftir með ráðgjöf, endurmenntunar-
námskeiðum, fundum og viðræðum. Gert er ráð fyrir að þetta ferli taki u.þ.b. tvö ár þar
sem fyrra árið fer í fyrstu þrjú skrefin. Að þessum tveimur árum liðnum byrjar síðan
ferlið að nýju með nýjum matsaðila og nýjum athugunum.33 Þetta matsferli á að vera
sem eðlilegast og þægilegast fyrir báða aðila og á alls ekki að einkennast af hótunum
og ógnvekjandi kringumstæðum.34
Þau tilraunaverkefnin um mat á kennurum og skólastjórum, sem breska mennta-
málaráðuneytið efndi til, hófust 1987 og studdust við þessar meginlínur. Tveggja ára
yfirgripsmiklar rannsóknir leiddu í Ijós að starfsandi batnaði, meðvitund um starfið varð
meiri, greining á þörfum fyrir endurmenntun varð markvissari, áætlanir um skipulag
starfsferils urðu skýrari og kennarahóparnir urðu samhentari. Ýmsir gallar komu þó í
ljós sem verða að teljast smávægilegir. Lengri tíma rannsóknir verða síðan að meta
áhrif þessa matskerfis á aukinn þroska og námsárangur nemenda.35
Mat á starfsfólki er stundað í flestum stærri fyrirtækjum á Bretlandi og í dag eru
skólar þar engin undantekning. Yfirvöld hafa ákveðið að frá og með 1995 skuli það
skylda að allir kennarar og skólastjórar taki þátt í að meta störf sín. A Bretlandi er nú
stundað mat á starfsfólki í nánast hverjum einasta skóla landsins og sama má segja um
Astralíu og Bandaríkin. Utfærslur eru nokkuð mismunandi milli þessara landa, en
markmiðin með matinu byggjast alla jafna á þeirri forsendu að matið sé til leiðsagnar
um betri vinnubrögð, sem eiga síðan að skila sér í auknum námsárangri og þroska hjá
nemendum.36
Mat á skólanum í heild
Samhliða þessari þróun um mat á kennurum og skólastjórum hefur vaxið upp hreyfing
um mat á skólastarfi sem felur í sér víðtækara mat en einungis á starfsfólki.37 Reid,
Hopkins og Holly benda á að helstu niðurstöður um skilvirkt skólastarf sýni að það
einkennist af sterkri forystu skólastjóra, góðum áhugasömum kennurum, góðum
starfsanda, þar sem kennsla er í hávegum höfð, markvissri endurmenntun, góðri
umgengni, námskrá sem er sniðin fyrir slaka jafnt sem góða nemendur, markvissri
endurgjöf um námsframvindu til nemenda, fræðilegum áherslum í kennslunni, miklum
væntingum til nemenda, góðri nýtingu á tíma, sérstakri áherslu á kennslu í lestri, skrift
og reikningi, og þátttöku nemenda í stjórnun og rekstri skóla á sem flestum sviðum.38
Segja þeir félagar að niðurstöður rannsókna á skilvirkni skóla sýni að það sé engin ein
^ ^ Mortimore og Mortimore 1991:133.
34 Poster og Poster 1991:18.
3Mortimore og Mortimore 1991:131-136.
36 Sama rit, bls. 126-131.
<2 n
J 1 Hugtakið whole school approach er jafnan notað til að lýsa þessari nálgun. Hún
byggist á því að vinna með skólann í heild sinni en ekki einstök atriði í
skólastarfinu.
3^ Reid, Hopkins og Holly 1987:30.
50