Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 53
Börkur Hansen
algild uppskrift fyrir skilvirku skólastarfi. Því sé mikilvægt að meta og styrkja sem
flesta þætti starfsins frekar en afmarka sig við fáeina þætti.39
Reid, Hopkins og Holly benda einnig á að margir haldi því fram að öll skólaþróun
sé mjög einstaklingsmiðuð. Einstakir kennarar fara á námskeið til að læra um nýjar
hugmyndir og einstökum námsgreinum er breytt á mjög afmörkuðum sviðum. Vegna
þessa sé algengt að breytingar eigi erfitt uppdráttar í skólastarfinu í heild sinni og
festist illa í sessi. Þetta leiði jafnframt til þess að kennarar missi smám saman tiltrú á
umbótum og þróunarstarfi.40 Kanadíski fræðimaðurin Fullan, sem hefur gert mjög
yfirgripsmiklar rannsóknir á breytingastarfi í skólum, tekur undir þetta sjónarmið.
Hann segir að mistökin við framkvæmd breytinga í skólastarfi stafi jafnan af því að
ekki sé nægilega unnið með skólann í heild sinni. Breytingamar verði því ekki hluti af
þeirri stofnanamenningu sem ríkir í viðkomandi skólum og þannig hluti af daglegum
störfum hvers kennara.41 Lýðræðisleg stjórnun, þar sem allt starfslið skólanna er
virkjað til að endurskoða skólastarfið, er því sú leið sem allir þessir fræðimenn leggja
til.
Hopkins bendir á meta ntegi skólastarf í heild sinni eftir mörgum leiðum.42 Allar
þessar leiðir fela í sér að starfslið skólanna sé virkjað til að sjá um matið og er þá
gengið út frá því að þannig verði matið hagnýtara og merkingarbærara. An þess að
rekja sérstaklega neina þeirra formlegu leiða má lýsa ferlinu stuttlega á eftirfarandi hátt.
Fyrst er að greina aðstæður, t.d. með sérhönnuðum spurningalistum eða öðrum
mælitækjum, til að komast að því hvað eigi að leggja áherslu á að skoða og meta.
Næst er kennaraliðinu skipt upp í vinnuhópa þar sem hver hópur fær afmarkað verkefni
til að safna upplýsingum um og rannsaka gaumgæfilega. Þriðja skrefið er að taka
saman niðurstöður úr hópstarfinu, draga af þeim ályktanir og leggja drög að áætlun um
hverju eigi að breyta og hvort ráðgjöf eða endurmenntun sé æskileg til að styðja
breytingarstarfið. Síðan er breytingunum komið í framkvæmd og metið hvernig til
tókst. Þetta ferli er endurtekið eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni.43
Talsmenn þess að meta alla þætti skólastarfs ganga á sama hátt og talsmenn um mat
á kennurum út frá þeirri forsendu að með því að styrkja innviði skólastarfsins verði
skólarnir betur í stakk búnir til að sinna hlutverki sínu. I báðum tilvikum er því lögð
áhersla á leiðsagnarmat frekar en lokamat.
Alyktanir
Samkvæmt framansögðu er það mat, sem stundað er í skólum á Bretlandi og vfðar,
talsvert umfangsmeira en gengur og gerist í íslenskum skólum. Einkum er lögð áhersla
á leiðsagnarmat, sem felur í sér að afla sem áreiðanlegastra upplýsinga um stöðu mála,
2 9 Sama rit, bls. 23.
40 Sama rit, bls. 173-174.
41 Fullan 1991:353-354.
42 Hopkins 1989:116-133.
42 Það eru til ýmis líkön til leiðbeiningar um hvernig eigi að standa að verki við að
meta skólastarf í heild sinni. Hopkins (1989) gerir t.d. ágæta grein fyrir þeim
helstu.
51