Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 57
Dóra S. Bjarnason
Fatlaður drengur í almennum bekk í Æfingaskólanum
Sonur minn, Benedikt Hákon, er um margt dæmigerður ellefu ára drengur, ljóshærður
og bláeygur, hlýr í viðmóti, dálítið stríðinn, glaður í hópi félaga og vel Iiðinn af
bekkjarsystkinum. Svo sem títt er um drengi á þessum aldri nýtur hann þess að leika
sér með félögum sínum. Hann er í íþróttafélagi og tónlistartímum og er þessa dagana
upptekinn af körfubolta og fótbolta. Hann fer á völlinn með félögum sínum þegar
tækifæri gefst og styður Val líkt og þeir. Benedikt er mikið fatlaður andlega og
líkamlega. Hann talar ekki, á erfitt með gang og er þroskaskertur. Hann þarfnast
aðstoðar og eftirlits allan sólarhringinn og hjálpar við allar athafnir daglegs lífs.
Undanfarin ár hefur Benedikt verið nemandi við Æfingaskóla Kennaraháskóla
Islands. Þar áður var hann á venjulegu dagheimili í Reykjavík og eitt ár í skóla í
Bandaríkjunum.4 5 Að lokinni tilrauninni 1987-1990, sem hér verður mest fjallað um,
var hann eitt misseri í skólanum án þess að um tilraunastarf væri að ræða en í febrúar
1991 hélt hann utan ásamt fjölskyldu sinni og sótti um nokkurra mánaða skeið skóla í
Eyjaálfu. Þessum þáttum í námsferli Benedikts verður lýst stuttlega í eftirmála.
Æfingaskólinn er hverfisskóli Benedikts og að því leyti dæmigerður grunnskóli í
Reykjavík. Æfingaskólinn er tengdur Kennaraháskóla íslands og fellur því beint undir
stjórn menntamálaráðuneytisins en lýtur ekki fræðslustjóra umdæmisins eins og aðrir
grunnskólar borgarinnar. Lögum samkvæmt gegnir skólinn þríþættu hlutverki: Hann
er miðstöð æfingakennslu kennaranema, honum ber að sinna þróunarstarfi og hann er
auk þess almennur grunnskóli.s Meiri kröfur eru því gerðar til þessa skóla en annarra
grunnskóla landsins, ekki síst hvað varðar menntun og fagmennsku starfsliðs. Tilraun
með blöndun mikið fatlaðs nemanda í almennan skóla virtist því falla vel að hlutverki
Æfingaskólans.
Meginspurningar
Tilraunin var í upphafi gerð til að svara þeirri meginspurningu hvort unnt væri að hafa
svo mikið fatlaðan nemanda sem Benedikt er í almennum bekk með jafnöldrum. Sú
spurning breyttist fljótlega í aðra spurningu, þ.e. hvernig þróa mætti vinnubrögð
þannig að unnt væri að mæta þörfum hvers nemanda og hópsins í heild. Þessi
spurning hefur knúið kennara bekkjarins og aðra aðstandendur tilraunarinnar áfram.
Þetta er að vonum þar sem rannsóknir og tilraunir í anda heiltækrar skólastefnu snúast
um þetta.6 Gerð hefur verið grein fyrir framvindu tilraunastarfsins 1987-1990 í
skýrslum til menntamálaráðuneytisins.7 Hér verður einungis fjallað um nokkur atriði
sem varða spurninguna: Hvaða lærdóm virðist mega draga af þessari tilraun fyrir þá
sem hafa tengst henni undanfarin þrjú ár?
í tengslum við þessa spurningu verður stuttlega rætt um það hvernig fagmennska
kennara og reynsla þeirra af því að kenna mikið fötluðum nemanda í almennum bekk
^ Sjá Dóru Bjarnason 1988.
5 Lög um Kennaraháskóla íslands 1988.
6 Biklen 1985.
7 Sjá 1. neðanmálsgrein.
55