Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 60
Dóra S. Bjarnason
Annað skólaár
Nokkrar breytingar áttu sér stað í upphafi þessa skólaárs. Skólastjóri kom úr orlofi og
tók við stjórn skólans af staðgengli sínum. Þetta breytti í sjálfu sér litlu því þeir höfðu
báðir verið með í ráðum við undirbúning tilraunarinnar.
Sérkennari skólans, sem hafði stutt verkefnið veturinn 1987-88, fór í orlof og
félagsráðgjafi skólans tók að hluta við því hlutverki. Faglegar forsendur félags-
ráðgjafans voru eðlilega aðrar en sérkennara.15 Nýr stuðningskennari, karlmaður, tók
að sér að vinna við tilraunina. Hann þurfti nokkrar vikur til að kynnast Benedikt og ná
öryggi í umgengni við hann. Talsverður tími fór í að samhæfa vinnubrögð kennaranna
þriggja og þróa verkaskiptingu sem virtist árangursrík og þeir gátu sætt sig við.
Þessi vetur einkenndist af leit að svörum við spurningunni um hvernig mætti bæta
blöndunarstarfið. Kennararnir vörðu miklum tíma í að ræða kennsluaðferðir, gera
námsáætlanir og velja viðfangsefni sem hæfðu þörfum sérhvers nemanda. Hópnum var
smám saman skipt í tvær bekkjardeildir eftir aldri og var Benedikt hafður í bekk með
eldri hópnum. Náin tengsl voru þó áfram milli bekkjanna. Benedikt tók hægum en
öruggum framförum og naut skólaverunnar. Heimsóknir nokkurra skólasystkina á
heimili Benedikts urðu reglulegar.
Ekki reyndist unnt að tengja sérgreinakennara, kennara í myndmennt, tónmennt og
fþróttum, við tilraunina að marki enda ekki gert ráð fyrir beinni aðild þeirra að henni.
Þessir kennarar og aðrir kennarar skólans höfðu því lítið tækifæri til að fylgjast með
framvindu verksins nema úr fjarlægð og því litlar forsendur til þess að laga kennslu
sína að blöndunarstarfi. Benedikt sótti tíma í sérgreinum með bekkjarfélögum sínum
með aðstoð stuðningskennara.
Þessi vetur treysti félagslega þætti blöndunarstarfsins og skilaði kennurum mikilli
reynslu við skipulag námskrár og kennslu í blönduðum hópi.
Þriðja skólaár
Skólastjóraskipti urðu við Æfingaskólann þetta ár. Að sjálfsögðu þurfti nýi
skólastjórinn tíma til að setja sig inn í margþætt málefni skólans og vinna nýjum
hugmyndum og stjórnunaraðferðum brautargengi. Skólastjórinn var að eigin sögn
óviss um gildi blöndunar í almennum skóla; hann erfði tilraunina, ásamt fjölmörgum
öðrum aðkallandi verkefnum, frá forvera sínum og lagði sig þó fram um að setja sig
inn í þetta verkefni.
Enn var nýr kennari ráðinn til að styðja við verkefnið. Að þessu sinni tókst að ráða
sérkennara sem hafði um árabil kennt fötluðum nemendum í sérskóla. Þá varð veruleg
breyting á barnahópnum frá fyrri árum. Yngri nemendurnir, sem til þessa höfðu verið
samhliða bekk Benedikts, sóttu nú skólann síðdegis. í þeirra stað tengdist bekknum
nýr hópur 9 ára barna. Bekkjarkennarinn í bekk Benedikts var þetta ár eini kennarinn
sem starfað hafði við tilraunina frá byrjun. Sérgreinatímum fjölgaði, því nýjar greinar,
handavinna og smíði, bættust við svo sem lög gera ráð fyrir.
Sérkennarinn kom til starfa beint úr sérskóla. Hún bar með sér sérhæfða
fagkunnáttu og reynslu. I sérskólum snýst vinna kennara mikið um fötlun nemenda og
Áfangaskýrsla 1989:5.
58