Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 71
Dóra S. Bjarnason
skertur þarf að læra ýmislegt á þeim vettvangi þar sem hann þarf að nýta kunnáttu
sína, s.s. á götum úti, í verslunum, öðrum þjónustustofnunum og á vinnustað.61
Kennarar og stjórnendur skóla standa stöðugt andspænis spurningum um það
hvernig best megi koma til móts við þann fjölbreytta hóp nemenda sem skólanum er
ætlað að þjóna. Höfuðforsenda þess, að slíkt megi takast á viðunandi máta, er sú að
menn læri að virða og meta þá staðreynd að nemendur eru ólíkir einstaklingar. Frá
þessu sjónarhorni er blöndun fyrst og fremst vandamál skólans, óháð andlegu eða
líkamlegu atgervi einstakra nemenda. Frá þessu sjónarhorni snúast spurningar um
blöndun eingöngu um vinnubrögð, skipulag skóla og bekkjar, námskrárgerð og
kennsluaðferðir.62
Eins og áður er sagt tókst tilraunin vel þegar litið er á félagslega blöndun og þróun
vinnubragða í bekknum. Það er trúlega einsdæmi í íslenskri skólasögu að hópur
jafnaldra taki svo fötluðum nemanda sem Benedikt er sem fullgildum bekkjarfélaga. Þá
töldu kennararnir sem unnu að tilrauninni sig hafa hagnast á henni faglega og persónu-
lega. Öflugri faglegur stuðningur hefði sparað tíma og eflt þróunarverkefnið enn frekar.
Þau vinnubrögð sem þarna tóku á sig mót geta orðið fyrirmynd að blöndun eins til
þriggja fatlaðra nemenda í bekk í yngri deildum grunnskólans.63 Margt er enn ólært
um blöndun fatlaðs nemanda í skólanum sem stofnun og í skólasamfélaginu. Brýnt er
að leita svara við spurningum s.s.:
- Hvernig og við hvaða aðstæður er unnt að fá sérgreinakennara og aðra
kennara skólans til samstarfs?
- Hvernig er æskilegast að nýta sérkennara og annað starfsfólk skóla, foreldra
og sérfræðinga, sem eru mikilvægir samstarfsaðilar í blönduðu skólastarfi?
Mikilvægt er að þróa áfram vinnubrögð við skipulag almenns grunnskóla með
markmið heiltækrar skólastefnu að leiðarljósi, þannig að skólinn þjóni öllum
nemendum hverfis og taki jafnframt mið af ríkjandi aðstæðum í íslensku samfélagi.
Tilraunastarf eins og þetta er forsenda þess að íslenski skólinn geti nýtt sér þróunarstörf
og rannsóknir annarra.
Þessi tilraun er mikilvæg að því leyti að árangur hennar staðfestir að jafnvel mikið
fatlað barn á fullt erindi í almennan grunnskóla, getur lært þar og þroskast. Þá
staðfestir tilraunin að börn geta tengst hvert öðru félags- og vináttuböndum þrátt fyrir
mjög ólíka hæfileika og þarfir.
Hugmyndir um það að almenni skólinn skuli þjóna öllum nemendum eiga vaxandi
fylgi að fagna víða um heim. Hér er þessi hugmynd staðfest með lögum64 og
reglugerð um sérkennslu frá 1990.65 Þjónusta við fatlaða er kostnaðarsöm sé hún veitt
61 Brown o.fl. 1979 4:3-14; Brown o.fl. 1977:1-13; Ford o.fl. 1989; Brown o.fl.
1989.
62 Ferro 1990.
63 pergUSOn 0 f| 1991; Brown 1990.
64 Lög wn grunnskóla 1974 og Lög um málefni fatlaðra 1983.
65 Sjá Dóru S. Bjarnason 1990b.
69