Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 73
Dóra S. Bjamason
vegna. Tengsl hans við bekkjarsystkini rofnuðu hins vegar ekki en þau fóru í fyrsta
sinn að velta fyrir sér hvort Benedikt gæti verið með í hinu og þessu.
Á vormisseri 1991 fór Benedikt úr landi, ásamt móður sinni og barnfóstra, og
næstu fimm mánuði var hann í skóla á Nýja Sjálandi en síðan einn mánuð í skóla í
Melbourne í Ástralfu. I báðum þessum skóluin naut hann þess að þar eru menn
komnir lengra á veg til heiltækrar skólastefnu en hér á landi. 1 skólanum á Nýja
Sjálandi naut hann stuðnings uppeldisfulltrúa sem vann undir stjórn bekkjarkennara
sautján tíma á viku. Sjálfur var Benedikt í skólanum alla virka daga frá níu til þrjú, tók
þátt í bóklegum og verklegum tímum með bekkjarsystkinum og í vettvangsferðum,
dansi og þolfimi (aerobics). Þarna var unnið markvisst starf. Einstaklingsnámskrá var
samin í samráði við mig fljótlega eftir að drengurinn byrjaði í skólanum og bekkjar-
námskrá endurskoðuð í samræmi við hana. Benedikt eignaðist fljótt vini þarna en
skrifaðist jafnframmt á við bekkjarsystkini sín í Æfingaskólanum. Auk skólanámsins
sótti Benedikt reiðnámskeið fyrir fatlaða að tilstuðlan skólans. Minni reynsla fékkst af
skólaveru í Ástralíu en skipulag á námi Benedikts þar var líkt og verið hafði á Nýja
Sjálandi að því undanskildu að þar fékk hann sérmenntaðan kennara sér til stuðnings
allan skólatímann.
Haustið 1991 hóf Benedikt að nýju nám við Æfingaskólann og að þessu sinni í
tilraun á vegum menntamálaráðuneytisins og Æfingaskólans. Sérkennari (með
mastergráðu frá Bandaríkjunum) hefur annast kennslu Benedikts 24 tíma á viku og sér
jafnframt um að skipuleggja og meta starfið og skrifa um það skýrslu fyrir ráðuneytið.
Ég hef unnið mjög náið með þessum kennara en við höfum átt með okkur reglulega
fundi. Þessi vetur lofar góðu að því frátöldu að drengurinn fær enn skemmri skólatíma
en bekkjarfélagar hans og fer því á mis við leikræna tjáningu, dans og fleira sem kennt
er eftir hádegi. Sérkennarinn hefur mótað vandaða einstaklingsnámskrá sem er hæfileg
blanda færnimiðaðs og þroskamiðaðs náms. Kennslan er markviss og skipuleg og
miðar að því að drengurinn læri það sem hann þarf til að bjarga sér sjálfur svo sem
unnt er í hópi jafnaldra. Þá vinnur hann reglulega með hjálp Canon samskiptatölvu að
hefðbundnum skólaverkefnum.
Hins vegar á sérkennari í almennum bekk erfitt um vik að móta vinnubrögð
heiltækrar skólastefnu án víðtækari og markvissari samvinnu við aðra kennara skólans
og við skólasamfélagið en nú er. Félagslegi þáttur blöndunarstarfsins hefur haldið
áfram að bera verulegan árangur og er vinahópur Benedikts nú á bilinu tíu til tólf
strákar úr báðum bekkjardeildunum, sem heimsækja hann vikulega. Leikir drengjanna
hafa breyst sem vonlegt er; nú horfa þeir meira á myndbönd, ræða saman um lífið og
tilveruna, ekki síst um stelpur og íþróttir; þeir spila körfubolta, fara á skíði og skauta
eða á völlinn og í kvikmyndahús. Benedikt liefur tekið þátt í öllu þessu með félögum
sínum enda þótt hann sé ekki með í leikjum þeirra á hverjum degi.
Heimildir
Albright, K. Z., L. Brown, P. VanDeventer og J. Jörgensen. 1989. Characteristics of
Educational Programs for students with severe intellectual disabilities. Schooling and
71