Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 77
Uppeldi ogmenntun 1 (1): 75-88
Gretar Marinósson og Kolbrún Gunnarsdóttir
Getur skólinn verið fyrir alla?
1. Hvcid er skóli fyrir alla?
Sem hugmynd er skóli fyrir alla andstæða þess að skólinn sé ætlaður sérstökum hópi
samfélagsins, svo sem körlum, þeim sem játa tiltekna trú, þeim sem vald hafa eða fé,
þeim sem geta lært eða þeim sem kunna að hlýða. Hugmyndin felur í sér þá hugsjón
að skóli geti gert skil milli þjóðfélagshópa að engu og jafnframt þurrkað út þá
markalínu sem oft hefur verið dregin á milli bóknáms og verknáms. Hugtakið er
nægilega handhægt og óljóst til þess að því megi beita sem samnefnara fyrir
margvíslegar hugmyndir um úrbætur í menntamálum og sem slagorði í pólitískum
tilgangi. Til þess að fjalla megi um framkvæmd skóla fyrir alla í íslensku skólakerfi er
nauðsynlegt að átta sig betur á merkingu hugtaksins.
Hugtakið skóli fyrir alla, eða samskóli, á rætur að rekja annars vegar til baráttu
almennings fyrir menntun í upphafi þessarar aldar og hins vegar til kenninga um
skólastarf og nám. Tengslin við hugmyndir manna á 18. öld um þjóðfélagslegt gildi
fræðslu, svo og við stjórnmálaviðhorf af toga jafnaðarmennsku, eru sterk. Skyldleiki
við það, sem Jónas Pálsson nefnir alþýðuskóla, virðist jafnframt vera náinn.1
Rekja má uppeldisfræðilegar hugmyndir um samskólann langt aftur í aldir. Johan
Amos Comenius (1592-1670), sem lagði grunn að nútímauppeldisfræði, undirstrikaði
samhengi allra hluta (panharmoni). Meginhugsun hans í skólastarfi var að „kenna
öllum allt“ og átti skólinn að ná til allra án tillits til stöðu þeirra.2 Hann lagði áherslu
á að skólinn fylgdi eðli barnsins. Þótt Comenius yrði fyrstur til þess að setja slíkar
kenningar um skólastarf fram á skipulegan hátt byggði hann á hugmyndum eldri
heimspekinga. Síðar þróuðu aðrir skólamenn þessa hugsun, svo sem Johann Heinrich
Pestalozzi, Friederich Fröbel, Nicolai Frederick Severin Grundtvig og Jerome S.
Bruner, svo einhverjir séu nefndir.
Hugmyndin um skóla fyrir alla er náskyld hugmyndum um blöndun: stuðning við
fatlaða til fullrar þátttöku í almennu samfélagi og almennum skóla, og normun:
aðlögun samfélagsins til þess að gera fötluðum kleift að öðlast eins jákvætt hlutverk í
samfélaginu og unnt er. Hugtakið skóli fyrir alla gengur lengra þar eð fatlaðir og
ófatlaðir eru ekki aðgreindir heldur eiga jafnan rétt til menntunar við hæfi.
2. Hver er stefnan hér?
A Islandi er sú stefna opinber að öll börn og unglingar eigi rétt á skólagöngu og hafi
aðgang að almennum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Stefnan birtist í
1 Jónas Pálsson 1978.
2 Myhre 1976:164.
75