Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 78
Gretar Marinósson og Kolbrún Gunnarsdóttir
Lögum um leikskóla 1991, Lögum um grunnskóla 1991, Lögum um framhaldsskóla
1988 og reglugerðum sem á þeim byggjast, sem og í Aðalnámskrá grunnskóla og
framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins í skólamálum til ársins 20003. I gildandi
Iögum um grunnskóla (54. gr.) segir að meginstefnan skuli vera sú að kennslan fari
fram í heimaskóla. Reglugerðir eru skýrar hvað þetta varðar. Enginn ætti því að fara í
grafgötur um að stefna hins opinbera er að reka skóla fyrir alla í bókstaflegum
skilningi þess hugtaks, almennan grunnskóla sem tekur við öllum börnum á sínu
svæði og miðar kennsluna við þarfir þeirra, hvort sem þau eru fötluð eða ekki. Ekkert
barn eða unglingur þarf því lengur að ganga í sérskóla ríkisins fyrir fatlaða ef foreldrar
hans eða forráðamenn vilja það ekki.
Þótt skammt sé síðan lög eða reglugerðir kváðu ótvírætt á um stefnuna, hafa
lagaleg tilmæli og heimildir um skólagöngu fatlaðra í almennum grunnskóla gilt um
meira en 15 ára skeið4 og skólamenn, eins og Jónas Pálsson, hafa kallað á slfkan skóla
í rituðu máli mun lengur. Því má segja að yfirvöld menntamála hafi haft að minnsta
kosti fjögur kjörtímabil til þess að framkvæma stefnuna.
Lítum á hvernig framkvæmdin hefur verið. Eru einhver börn á skólaskyldualdri sem
ekki ganga í almennan grunnskóla? Samkvæmt opinberum tölum5 ganga um 250
nemendur í hina ýmsu sérskóla og sérdeildir ríkisins sem sérhæfa sig í kennslu barna
með mismunandi fötlun (vangefni, sjónskerðingu, hreyfihömlun, heyrnarleysi
o.s.frv.). Heildarfjöldi nemenda á grunnskólaaldri er um 42.300 og því er fjöldi
nemenda í sérskólum og sérdeildum ríkisins 0,6% þar af. Sérdeildir ríkisins eru í
almennum grunnskólum svo að hluti þessara nemenda er þar innan veggja. Auk þess
reka sum fræðsluumdæmi sérdeildir í almennum grunnskólum fyrir nemendur sem
þurfa verndaðra umhverfi en hægt er að bjóða upp á í almennum bekkjum.
Til samanburðar má nefna að hlutfall nemenda í sérskólum og sérdeildum í OECD-
löndum er víðast hvar töluvert hærra en hér (allt upp í 5% í Sviss)6. í mörgum þessara
landa eru þeir nemendur sem mesta aðstoð þurfa auk þess á ábyrgð annarra aðila en
yfirvalda menntamála, svo sem stjórnar félags- og heilbrigðismála, einkaaðila eða
kirkju. A það meðal annars við um Italíu, þar sem blöndun fatlaðra í almenna
grunnskóla var lögboðin árið 19717.
Lög um málefni fatlaðra frá 1992og Lög um leikskóla frá 1991 veita fötluðum
börnum forgang í leikskóla. I flestum sveitarfélögum hefur lögunum verið vel
framfylgt og fá börn með sérþarfir stuðning á leikskólum. Er sá stuðningur víðast hvar
mun meiri en sá sem börnin fá þegar þau koma í 1. bekk grunnskólans.
Lög um framhaldsskóla frá 1992 gera ráð fyrir því að allir sem Ijúka grunnskóla fái
skólavist í framhaldsskóla. Fæstir framhaldsskólar eru ennþá færir um að uppfylla
þetta ákvæði en einstaka skólar hafa tekið vel á móti fötluðum einstaklingum eða eru
að gera tilraunir með áfanga eða deildir fyrir fatlaða.
3 Til nýrrar aldar 1991.
4 Lög um grunnskóla 1974; Reglugerð um sérkennslu 1977.
3 Fjöldi nemenda í grunnskólum 1991-1992.
6 OECD 1992.
7 Pedersen 1987.
76