Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 80
Gretar Marinósson og Kolbrún Gunnarsdóttir
umhverfi okkar og geta því breyst með nýrri reynslu. Þó eru þau oft ótrúlega lífsseig,
einkum ef ekki er fjallað um þau opið og á gagnrýninn hátt.
4.1.1 Viðhorftil þekkingar og náms
Enn í dag eiga hugmyndir Platós um mikilvægi bóklegrar þekkingar mikil tök í okkur
íslendingum. Annað nám nýtur varla virðingar. Sú trú, sem óx í Evrópu á 18. öld um
að verkleg þekking myndi breyta heiminum, virðist ekki hafa náð ýkja mikilli fótfestu
á íslandi. Við íslendingar erum að vísu heillaðir af tækni og verklegum framkvæntdum
en virðumst forðast handavinnuna sem þeim fylgir, viljum helst kaupa tæknina tilbúna
frá útlöndum. Er mögulegt að verknám sé í hugskoti landans fyrst og fremst tengt
líkamlegri erfiðisvinnu og þar með basli fyrri kynslóða, ef ekki þrældómi í
bókstaflegri merkingu þess orðs?
Svo er að sjá sem íslenski skólinn, hvort sem um er að ræða grunnskóla eða
framhaldsskóla, einkennist nú af sömu grundvallarviðhorfum til þekkingar og rfktu hér
í upphafi 19. aldar. Áhersla á bóklega þekkingu og tilhneiging til þess að láta einn
kennara með eina bók ráða námi 20-30 nemenda þannig að allir geri samtímis það
sama er ein vísbending um þetta viðhorf. Á hinn bóginn hafa verið gerðar umtalsverðar
breytingar á kerfinu sjálfu, til dæmis þegar áfangakerfi var kornið á í menntaskólum og
fjölbrautaskólum að bandarískri fyrirmynd upp úr 1970 og þegar hætt var að raða í
bekki eftir námsárangri í grunnskólum í kjölfar laga um grunnskóla árið 1974.
Megintilgangur beggja þessara mikilvægu kerfisbreytinga var sá hinn sami: að auka
blöndun og stuðla að jafnræði mismunandi þjóðfélagshópa. En þrátt fyrir að ytra
byrðið hafi verið endurnýjað virðist innra starf skólanna í grundvallaratriðum vera
óbreytt frá fyrri tíð og stúdentsprófið vera vinsælla en nokkru sinni. Svo virðist sem
yfirvöld menntamála hafi hér gengið á undan með breytingar sem kennarar og foreldrar
voru í raun ekki tilbúnir til þess að fylgja. Spyrja má hvort þetta sé svo vegna þess að
við íslendingar viljum nýta skólakerfið fyrst og fremst til þess að tryggja okkur sem
einstaklingum betri félagslega stöðu, fremur en til þess að veita sem flestum alhliða
þroska? Höfum við íslendingar valið að viðhalda skólahefð lærða skólans sem hentar
þeim best sem eiga auðvelt með bóknám?
Hvað um þá sem ekki geta nýtt sér slíkt nám? Eru ef til vill til börn sem ekki geta
nýtt sér neilt nám og því ókennsluhæf? Því er til að svara að örfá börn eru svo
vitsmunalega skert að afar erfitt er að komast í tengsl við þau. Mun fleiri læra svo
hægt eða svo einfaldar aðgerðir (t.d. að hreyfa einn hluta líkamans) að erfitt er að kalla
það merkingarbært nám. Á hinn bóginn er erfitt að sanna að ekkert nám fari fram ef
miðað er við ótakmarkaðan tíma - og öll börn eiga rétt á kennslu skv. lögum og eru
þar með skilgreind kennsluhæf. Svarið við spurningunni um kennsluhæfi veltur meðal
annars á því hvernig við skilgreinum kennslu og nám. Tveir bandarískir sálfræðingar
gerðu spurninguna um kennsluhæfi (educability) að umræðuefni fyrir um 10 árum8 og
fengu bágt fyrir hjá þeim sem börðust fyrir réttindum fatlaðra. Fræðimennirnir
skoðuðu málið frá félagslegum og siðferðilegum sjónarmiðum, auk hinna
kennslufræðilegu, og komust að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt segja megi að sum
8 Kauffman og Krouse 1981.
78
1