Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 87
Gretar Marinósson og Kolbrún Gunnarsdóttir
Að vísu hefur verið bent á22 að verkkunnátta sérskólakennara sé svo bundin aðstæðum
sérskólans að erfitt geti reynst að nýta hana í almennum grunnskólum en þá þarf að
leita leiða til þess að bæta úr því.
Ekki má endurtaka þau mistök sem gerð voru eftir að grunnskólalögin 1974 voru
sett. í framkvæmd voru lögin túlkuð þannig að allir nemendahópar skyldu vera
blandaðir að því er varðar námsgetu en ekkert var gert til að undirbúa kennara eða
styðja þá í því að takast á við þessar aðstæður, sem mörgum voru framandi.
Þrátt fyrir þróttmikla baráttu fyrir blöndun fatlaðra og ófatlaðra orðar Dóra S.
Bjarnason sömu andmæli á eftirfarandi hátt:
Blöndun, sem felur það eitt í sér að færa alvarlega fatlaða út af stofnunum án
nauðsynlegs stuðnings í mannafla og fé, getur leitt til persónulegra hörmunga, bæði
fyrir nemendur og aðstandendur þeirra eins og ótal dæmi frá Evrópu og
Bandaríkjunum, þar sem slíkt var reynt á 7. áratugnum, bera vott um - en sú lausn er
tvímælalaust ódýr ef til skemmri tíma er litið.23
Þegar á allt er litið er deilan um sérskóla eða almennan skóla deila um keisarans skegg
miðað við þá staðreynd að okkur skortir ennþá þekkingu á nægilega áhrifaríkum
aðferðum til að koma til móts við flestar sérþarfir. Ef til vill fjallar meginspurningin
um hugarfar og líðan. Hvar líður barni best? I skóla, sem annars staðar, skiptir meira
máli en flest annað að hitta á rétta strengi í félagslegum samskiptum. Því barni líður
vel í skóla sem finnur persónulega viðurkenningu, er skilið af öðrum og skilur aðra.
Því er mun mikilvægara að tryggja sem allra flestum góða kennslu og viðmót heldur
en að þröngva fötluðum einstaklingum inn í almennan grunnskóla áður en hann er
reiðubúinn að taka við þeim. Annars erum við að fórna börnunum fyrir málstaðinn.
Ef skólinn á að koma öllum til þroska á þeirra eigin forsendum þarf hann að
einkennast af sveigjanleika og fjölbreyttum verkefnum svo að allir þurfi ekki að læra
það sama á sama tíma. Kennarar þurfa að vera færir um að meta námsstöðu nemenda
sinna miðað við sett markmið í aðalnámskrá og vinna áætlanir fyrir hóp nemenda eða
hvern einstakling, í það minnsta fyrir þá sem hafa sérþarfir. Er hægt að hugsa sér að
eftir gerð einstaklings- eða hópnámskrár fái sum börn tvo tíma á viku í stærðfræði og
önnur tíu, og hæfilegar kröfur þannig gerðar til allra?
Er hægt að hugsa sér
- að hópur kennara hafi sameiginlega umsjón með hverjum nemendahópi?
- að stundum séu hóparnir litlir og stundum stórir, allt eflir viðfangsefnum?
- að hver skóli hafi aðgang að sérfræðingum sem aðstoða kennarana við starf
sitt eins og Jónas Pálsson var forvígismaður fyrir við Æfingaskóla Kennara-
háskólans?
- að sérfræðingarnir hafi kennslureynslu eða stundi einnig kennslu? Er það leið
til að eyða tortryggni í þeirra garð?
- að þótt sérkennsla verði lögð af, verði eftir sem áður þörf l'yrir fólk, menntað
í sérkennslufræðum?
22 Heiður Baldursdóttir 1987.
23 Dóra S. Bjarnason 1990. Sjá þó einnig Dóru 1988.
85