Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 89
Gretar Marinósson og Kplbrún Gunnarsdóttir
til þarf? Á að beita lagasetningu eða treysta á frumkvæði skólanna eða fræðsluumdæm-
anna?
Við teljum vænlegast að velja þá leið að skólayfirvöld, samtök foreldra og
starfsmenn skóla vinni sameiginlega áætlun þar sem skýrt verði kveðið á um það að
frá tiltekinni dagsetningu í nánustu framtíð sé ekki hægt að neita fötluðum um
skólavist í almennum grunnskóla. Verði áætlunin samþykkt skuldbindi ríkisvaldið sig
jafnframt til þess að veita fræðsluumdæmum og skólum, sem taka við fötluðum
nemendum, það fjármagn til undirbúnings og framkvæmda sem þarf til þess að gera
það á viðunandi hátt.
6. Samantekt
Hér hefur sú spurning verið vakin hvort skólinn geti verið fyrir alla. Til þess að
takmarka umræðuna hefur hún að mestu snúist um grunnskólann þótt ljóst sé að full
ástæða sé til þess að skoða framhaldsskólann einnig að þessu leyti. Það er yfirlýst
stefna hér á landi að allir nemendur á grunnskólaaldri, án tillits til eðlis, þarfa, getu eða
fötlunar, eigi rétt á kennslu við sitt hæfi í eigin heimaskóla. Þótt rannsóknir skorti
hérlendis eru líkur á að meirihluti foreldra fatlaðra barna óski þess að stefnan nái fram
að ganga. Hún er hins vegar ekki framkvæmd ennþá, að undanskildum nokkrum
lofsverðum tilraunum í fáeinum skólum. Orsakanna leitum við annars vegar í
viðhorfum í samfélaginu og hins vegar í raunverulegri aðstöðu í almennum
grunnskólum. Hvort tveggja teljum við í mörgum grundvallaratriðum andsnúið
hugmyndinni um skóla fyrir alla. Við teljum því auðvelt að rökstyðja að ekki sé rétt
að senda alla fatlaða í eigin heimaskóla að sinni. Fyrst þarf að verða breyting þar á
fjölmörgum þáttum. Við teljum brýnt að menntamálaráðuneytið geri markvissa áætlun
í samvinnu við alla hagsmunaðila urn framkvæmd stefnunnar og tryggt verði með
fjárveitingum að áætlunin standist án þess að misst sé sjónar á markmiðunum.
Heimildir
Damsgaard Bj0rn, Ebba Jorde, Kjell Skogen og Reidun Tangen. 1982. Hvem er alle? Og
hvem er sa cle anclre? Oslo, Universitetsforlaget.
Dóra S. Bjarnason. 1991. Blöndun fatlaðra og ófatlaðra. Ný menntamál 1,6:24-33.
- 1987. Sérkennsla í Ijósi félagsfræði - nokkrir þankar. Litríkt land - lifandi skóli.
Skólafólk skrifar til heiðurs Guðmundi Magnússyni ... (ritnefnd: Berit Johnsen,
Gerður G. Óskarsdóttir og Sigurður Magnússon), bls. 150-155. Reykjavík, Iðunn.
Fjöldi nemenda í grunnskólum 1991-1992. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið,
grunnskóladeild. 1992.
Heiður Baldursdóttir. 1987. Skóli fyrir alla. Ný menntamál 5,4:24-28.
Jory, David. 1991. Principles of Change: A Parent’s Perspective on the Education
System. Changing Canadian Schools: Perspectives on Disability and Inclusion
(ritstj. G. L. Porter og Diane Richler). Ontario, The Roher Institute.
Jónas Pálsson. 1978. Borgaraskóli - Alþýðuskóli. Reykjavík, Iðunn.
87