Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 92
Guðmundur B. Kristmundsson
hópnum undanfarin ár telja Danir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af þróuninni og
ófært annað en að leita leiða til að breyta henni.4
Það eru einkum áhyggjur Dana sem ollu því að sá sem hér skrifar fór að hugleiða
þessi mál. Ástæðan er fyrst og fremst sú að íslenska skólakerfið er um margt líkt því
danska og bæði hafa sótt í sömu smiðju, t.d. hvað varðar lestrarkennslu og
móðurmálskennslu almennt. Það er því ástæða til að spyrja hvort þessi hneigð, sem
kennd er við Matteus guðspjallamann, sé virk í sama mæli meðal íslenskra
skólanemenda og þeirra dönsku. Sé svarið já, hljóta að vakna spurningar um orsakir
þessa ástands og leiðir til að bregðast við því.
Því miður skortir mjög rannsóknir á lestri íslenskra barna, sem gefið gætu
upplýsingar um Matteusarhneigð. Einkum skortir langtímarannsóknir sem gætu gefið
vísbendingar um þróun lestrarkunnáttu síðustu 15-20 ára. Hér á eftir verða tínd til
atriði sem ef til vill geta gefið hugmynd um ástand mála hér á landi. Einnig verður
getið nokkurra þeirra atriða í kennslu og uppeldi sem talið er að örvi Matteusarhneigð
eða valdi henni á einhvern hátt. Þá verður rætt um tillögur til úrbóta.
Lœsi
Oft skortir veigamiklar forsendur þegar tölur um læsi eru birtar. Þeim þarf að fylgja
skilgreining höfundar á læsi. Hann þarf að segja lesanda sínum hvað í því felst að vera
læs. Þetta er hægara sagt en gert því uppi eru margar skilgreiningar á hugtakinu. Allt
frá því að sá sé læs sem stautar upphátt af sæmilegu öryggi til þess að telja að sá einn
geti talist læs sem skilur texta við hæfi, lærir af honum og miðlar öðrum af þeirri
þekkingu sem lestur textans veitti honum. Sennilega getum við ekki lengur stuðst við
fyrrnefndu skilgreininguna og ef til vill erum við ekki enn reiðubúin til að miða við þá
síðarnefndu. Millistig gæti hljóðað þannig að sá sé læs sem les af öryggi, skilur texta
við hæfi og lærir af honum.
I bráðabirgðaniðurstöðum úr alþjóðlegri rannsókn á læsi níu og fjórtán ára
grunnskólanemenda, sem sendar voru skólum haustið 1991,5 kom fram að um 15%
níu ára barna sýna slakan árangur á alhliða lestrarprófi og virðast þurfa á verulegri
aðstoð að halda í lestri. Um 10% til viðbótar virðast þurfa á nokkrum stuðningi að
halda. Niðurstöður um fjórtán ára nemendur benda til þess að um 10% þeirra þurfi
verulega aðstoð og 10% að auki þurfi stuðning.
Samkvæmt þessu eru því um 25% níu ára nemenda og um 20% fjórtán ára nemenda
sem kynnu að þurfa á mismikilli aðstoð eða hvatningu í lestri að halda. Hér skal þó
minnt á að nákvæm skilgreining á hvar setja skuli mörk milli þeirra sem aðstoðar
þarfnast og þeirra sem geta verið án hennar hefur enn ekki verið sett fram.
Þessi niðurstaða kemur heim og saman við fjölda þeirra nemenda í Reykjavík sem
virðist þurfa á námsaðstoð að halda. Samkvæmt tölum frá Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur fá alls 17,2 % nemenda sérkennslu af einhverju tagi og 5,3% eiga við
sértæka lestraröðugleika að stríða. Skólar biðja þó um aðstoð handa mun fleiri
nemendum.
4 Sama rit.
Sigríður Valgeirsdóttir o.fl. 1991.
90
Á