Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 93
Guðmundur B. Krístmundsson
Lestrargeta þessara 20-25% nemenda sem verst eru settir er afar misjöfn og segja
má að sá hópur skiptist í tvennt, þó skil séu ekki mjög skörp. Spyrja má hvort
Matteusarhneigðar gæti hér. Til að kanna hvort svo sé, væri æskilegt að skoða nánar
þann hóp slakra lesara sem betur er settur. Er hann ef til vill þannig staddur að hann
ræður yfir þeirri leikni og kunnáttu sem hann þarf á að halda en getur einhverra hluta
vegna ekki nýtt sér kunnáttu sína? Markvissar en tiltölulega einfaldar aðgerðir í
kennslu gætu bætt úr fyrir þeim nemendum.
Rétt er að minnast á niðurstöður um 60 kennara sem sóttu endurmenntunar-
námskeið við Kennaraháskóla Islands veturinn 1989-1990. Eitt af verkefnum þeirra var
könnun á lestri nemenda sinna en þeir voru flestir á miðstigi skólans. Kennarar áttu, í
framhaldi af könnuninni, að semja skipulag um lestrarkennslu og leita leiða til að örva
og bæta lestur nemenda. Hér var vitaskuld ekki um formlega rannsókn að ræða en sú
heildarmynd sem fékkst af ástandinu bendir til þess að frá um það bil 15 af hundraði
nemenda í bekkjardeild til allt að helmingi þeirra séu án bókar, eins og það var kallað;
þ.e. þeir lásu lítið sem ekkert utan þess sem skólinn krafðist af þeim. Þetta segir
vissulega ekkert um lestrargetu þessara nemenda en athygli vakti hve litla hvatningu
og tilbreytingu í kennslu virtist þurfa til að auka lestur þeirra til muna. Er þetta ef til
vill vísbending um að nokkur hluti þeirra nemenda, sem heyrir til slakari hópnum, ráði
yfir nauðsynlegri tækni og kunnáttu til að bæta lestur sinn til muna en eitthvað sé í
vegi fyrir því að það geti átt sér stað? Ef ekkert er að gert er líklegt að þessir nemendur
dragist smám saman aftur úr og verði ekki jafn vel læsir og þeir gætu orðið við önnur
skilyrði.
Þorbjörn Broddason, dósent við Háskóla íslands, hefur um árabil kannað venjur og
viðhorf íslenskra ungmenna. Bóklestur er einn þeirra þátta sem athugaður hefur verið.
Athygli vekur að lestur virðist fara mjög minnkandi á níunda áratugnum, eða úr 7,2
bókum að meðaltali á mánuði 1979 í 2,7 bækur árið 1988. Einnig kemur fram að sá
hópur sem ekkert les fer stækkandi. Hann var um 12% 1979 en var kominn í 21%
1988. Hins vegar fækkaði í þeim hópi sem mikið las. Hann mældist um 26% 1979 en
var kominn niður í 5% 1988.6
Niðurstaða af þessari hugleiðingu um læsi og lestrarvenjur er sú að ekki sé unnt að
segja til um það svo óyggjandi sé hvort Mattheusarhneigðar gæti hér. Þær heimildir
sem til eru um læsi barna vekja óneitanlega grunsemdir um að forsendur séu að
minnsta kosti fyrir hendi. Það er því full ástæða til að athuga þetta á næstu árum og
fara nú þegar að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Svo það sé unnt verða menn að
gera sér ljóst hvað veldur þessari þróun og þar verður að leita í smiðju annarra þjóða
sem kannað hafa.
Samspil lestrar og vitrœnna ferla
Fjöldi fræðimanna um heim allan hefur reynt að finna þætti sem kynnu að skýra mun
á kunnáttu einstakra nemenda í lestri.7 Löngum hefur það viljað brenna við að
niðurstöður sýni einungis samband á milli lestrargetu annars vegar og ýmissa vitrænna
^ Sjá Þorbjörn Broddason 1990.
^ Stanovich 1986.
91