Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 95
Guðmundur B. Kristmundsson
ungum nemendum virðist stuðla mjög að framförum í lestri þegar fram í sækir.
Fjögurra mánaða forskot getur hæglega orðið að átta mánaða forskoti ári síðar.12
Sé það rétt sem hér hefur verið rakið og að á milli hljóðvitundar og lestrarnáms ríki
gagnkvæm tengsl þannig að lestur styðjist við hljóðvitund og hjóðvitund batni með
aukinni lestrargetu13 er hér á ferðinni atriði sem augljóslega getur stuðlað að
Matteusarhneigð og því gert „hina fátæku fátækari“. Miklu skiptir að þau börn, sem
eiga í örðugleikum af þessu tagi, fái þjálfun, kennslu og viðfangsefni við hæfi en þurfi
ekki að glíma við texta sem eru þeint allt of erfiðir. Ef það er gert kemur til sögu
annar mikilvægur þáttur í lestrarnámi ekki síður en öðru námi, það er hvatning til
náms. Það hvetur ekki til dáða í upphafi lestrarnáms að fá ævinlega viðfangsefni sem
eru nemandanum ofviða.
Fái nemandi of þungan texta tekur það nánast alla orku hans að túlka letrið, umskrá
táknin. Hann á lítið eftir til að ráða í innihald textans. Þetta getur valdið leiða,
öryggis- og áhugaleysi sem erfiðlega getur reynst að losna við. Það leiðir af sér minni
þjálfun sem smám saman hægir á framförum nemandans í lestri. Sé reynsla hans hins
vegar jákvæð er lestrarnámið honum hvatning til að lesa mun meira og það hefur aftur
áhrif t.d. á hljóðvitund hans og aðrar forsendur lestrarnáms sem bæta lesturinn enn
meira.14
Námsefni
Hér á landi er líklega ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af takmörkuðu námsefni og
öðru lestrarefni, ekki síst á miðstigi grunnskóla. Hætt er við að þeir nemendur, sem
eiga í einhverjum örðugleikum með lestur eða eru stirðlæsir, lendi í töluverðum
vandræðum þegar þeir þurfa að fara að glíma við tiltölulega erfiða texta hinna ýmsu
námsgreina sem fara að setja mark sitt á stundaskrá þeirra við 9-10 ára aldur. Þetta er
þeim mun erfiðara viðfangs sem oftar er litið á lestur sem sérstaka námsgrein og í
lestrartímum er svo til eingöngu fengist við bókmenntir.
I fyrrnefndri alþjóðlegri rannsókn á læsi15 var kannaður lestur á þrenns konar
textum: bókmenntatexta, fræðilegum texta (þ.e. frásögn af fyrirbærum t.d. úr
náttúrunni) og texta þar sem nemendur þurftu meðal annars að lesa úr töflum og
gröfum. Niðurstöður koma ekki á óvart. Börnunum gekk best að lesa bókmenntatexta,
verr að lesa fræðilega texta og sýnu verst að lesa texta sem að nokkru voru settir fram í
töflum, línuritum eða á annan myndrænan hátt. Þessar niðurstöður vekja til
umhugsunar um stöðu lestrar í skólanámi og tengsl lestrarkunnáttu við þann veruleika
sem nemandinn stendur frammi fyrir nú. Sá veruleiki einkennist af alls kyns
upplýsingum sem verið er að koma á framfæri við þjóðfélagsþegnana og þar eru textar
mjög studdir myndrænni framsetningu.
Þessar bráðabirgðaniðurstöður og niðurstöður þeirra manna sem kannað liafa
einstaklingsmun í lestri benda til þess að þjálfa þurfi nemendur í lestri margs konar
* 2 Sama rit.
13 Stanovich 1988; Perfetti 1985.
14 Stanovich 1988.
Sigríður Valgeirsdótiir o.fl. 199.
93