Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 98
Guðmundur B. Kristmundsson
lenda í vítahring lestrarvandans. Þeir nemendur sem best eru staddir eiga vitaskuld
einnig að fá að njóta þess með því að fá viðfangsefni sem fleyta þeim áfram. Sá sem
ekki fær það missir fljótt áhuga og honum þokar ekki fram á veg í þeim mæli sem
hann gæti ef aðstæður væru honum í vil. Þannig má ef til vill segja að hann eigi í
nokkrum vanda með lestur þó svo það sé með allt öðrum hætti en sá nemandi sem
heyrir til slakari hópnum.
Það getur leitt til ófarnaðar og óhamingju margra ef Matteus fær að valsa um í
skólakerfi þjóðar og þvf er mikilvægt að vinna að forvarnarstarfi sem gæti dregið úr
virkni hans. Danir telja að fernt verði einkum að hafa í huga: Auka þarf sjálfstraust
lesenda, t.d. með því að láta þá hafa lesefni við hæfi; þeir þurfa að lesa meira; lenjya
þarf tíma til lestrar í skólum og á heimilum og auka þarf hvatningu til lestrar.-- Við
þetta má svo bæta nauðsyn þess að afla upplýsinga um þau atriði sem valda svo
miklum mun á lestrargetu einstaklinga og leita frekari leiða til að bæta læsi nemenda.
Það verður ekki eingöngu gert með því að sinna vel lestri í upphafi skólagöngu;
markviss lestrarþjálfun á miðstigi og jafnvel unglingastigi grunnskólans virðist geta
orðið betra veganesti inn í framtíðina en menn hafa áður haldið.
Heimildir
Jansen, Mogens og Svend Kreiner. 1986. Hvor meget dárligere eller bedre læser b0rn i
dag? - en opgflrelse over lœseniveauet i 2.-5. klasser for árene 1976-84,
sammenstillet med tidligere ár. (Den gule serie. Pædagogiske forskningsrapporter nr.
36). Kpbenhavn, Landsforeningen for Læsepædagoger.
Jóna Möller. 1991. Verkefni t' námsráögjöf vit) Háskóla Islands. [Oprentað. |
Nagy W. E. og R. C. Anderson. 1984. How many words are there in printed school
English? Reading Research Quarterly 19(3):304—330.
Nagy W. E., P. A. Herman og R. C. Anderson. 1985. Learning words from context.
Reading Research Quarterly 20(2):233-253.
Perfetti, C. A. 1985. Reading Ability. New York, Oxford University Press.
Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, Þóra Kristinsdóttir og Guðmundur B. Kristmundsson. 1991.
Brádabirgöaniöurstödur í alþjóölegri rannsókn á læsi unnin á vegum
Rannsóknastofnunar uppeldismála og IEA. [ Fjölrit sent grunnskólum.J
Stanovich, K. E. 1986. Matthew effects in reading: Some consequences of individual
differences in the acquisition of literacy. Reading Research Quarterly 21:360-406.
Stanovich, K. E. 1988. "Matthæus-tendensen" - hvorfor? - og hvad kan der gpres? Þýtt
og staðfært ásamt viðbæti eftir L. Kulpa og M. Jansen. Læsning, læserapport 16-17.
Dragör, Landsforeningen af Læsepædagoger.
Þorbjörn Broddason. 1990. Bóklestur og ungmenni. Bókasafniö 14:17-19.
Gögn þátttakenda á endurmenntunarnámskeiði í íslensku veturinn 1989-1990. Haldið á
vegum endurmenntunardeildar Kennaraháskóla Islands. Umsjónarmaður: Guðmundur
B. Kristmundsson.
22
Stanovich 1988.