Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 103
Guðný Guðbjörnsdóttir
1. Markmiðum, námskrám og námsefni.
2. Stjórnun menntamála.
3. Samskiptum í skólunt.
4. Kynímynd og sjálfsmynd unglinga.
5. Þróunarverkefnum á sviðinu.
Eins og áður segir verður hér eingöngu fjallað um fyrsta þáttinn. Þekkingarfræðilega
nálgast ég viðfangsefnið frá öllum þremur sjónarhornunum sem lýst er hér að framan
og fram kemur í umfjöllun minni um greiningu námsefnis hér á eftir, og í
niðurlagskaflanum.
Markmið
Hvers konar gagnrýni á markmið skólastarfs hefur komið fram með kvennafræðilegri
orðræðu? Hvernig má samræma það að hafna hefðbundnum kynhlutverkum og meta
reynslu og menningu kvenna til jafns við karla? Hvernig er bæði hægt að taka mið af
kynferði við val og framsetningu á markmiðum skólastarfs, og forðast um leið
hefðbundna verkaskiptingu kynjanna í karlasamfélaginu?15 Hvernig skal orða mark-
miðin þannig að konur og þeirra reynsla verði sýnileg og virt, og að jafnframt verði
lögð áhersla á að konur eru mjög breytilegar, bæði sem hópar og sem einstaklingar.16
I stað þess að dauðhreinsa námsskrár og námsbækur af öllu sem tilheyrir
hefðbundnu kvenhlutverki, eins og reyndin hefur smám saman orðið á þessari öld í anda
þeiirar hugmyndafræði að jafnrétti næðist eingöngu á forsendum karla,17 þá hafa ýmsir
feministar og kvennafræðingar tekið annan pól í hæðina, eins og John Dewey sá ef til
vill fyrir árið 1929 er hann skrifaði á þessa leið:
Enn hafa konur ekki lagt mikið að mörkum til heimspekinnar. En þegar konur, sem nú
nema heimspeki eftir karla, fara að skrifa sjálfar er alls ekki víst að þeirra skrif verði
eins hvað sjónarhorn og áhersluatriði snertir og sú heimspeki sem er skrifuð út frá
reynslu karlmannsins.18
Meðal þeirra kvenna, sem stungið hafa niður penna, er uppeldisheimspekingurinn Jane
Roland Martin. Eins og ég hef greint frá annars staðar19 hefur hún fært ítarleg rök fyrir
því að skilgreiningar á menntahugtakinu og hlutverkum kynjanna í þjóðfélaginu hafi
alla tíð stuðlað að því að reynsla og menning kvenna haft að miklu leyti verið útilokuð
frá almennu skólastarfi. Fram yfir miðja þessa öld þótti eðlilegt að konur færu í
sérstaka skóla til að sérhæfa sig í hússtjórn og barnauppeldi en karlar fóru í
starfsmenntun eins og iðnskóla eða bændaskóla.
Smám saman vann hugmyndin um samkennslu kynjanna á og hússtjórnarskólar
voru almennt lagðir niður þó bændaskólar og iðnskólar væru það ekki. Heimilisfræði
voru flutt inn í almenna grunnskólann, fyrst sem skylda fyrir stúlkur en síðan sem
15 Gaskell o.fl. 1989:35.
1 ^ Sjá sama rit, bls. 39 og Guðnýju Guðbjörnsdóttur 1991:221.
Sjá t.d. umfjöllun Leach 1991:298.
Tekið eftir Leach 1991:287.
1 9 Guðný Guðbjörnsdóttir 1990:34.
101