Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 104
Guðný Guðbjörnsdóttir
skylda - eða oftar val - fyrir bæði kynin20 Átakapunktarnir í umræðunni um menntun
og kynferði hafa breyst frá aldamótum. Umræðan, sem áður snerist um réttmæti
samkennslu kynjanna og réttmæti heimilisfræðinnar innan samkennsluskólans, snýst
nú æ meira um markmið samkennsluskólans í heild: Sinnir hann bæði hinu kvenlæga
og hinu karllæga? Hvers vegna eru ennþá fáar konur í iðnskólum og bændaskólum, var
eitthvað gert til að þeir skólar höfðuðu einnig til stúlkna? Hafa markmið eða
námsframboð þessara skóla tekið mið af því að þeir eru formlega samkennsluskólar?
Hvers vegna er umönnun barna og hússtjórn ekki kennd í framhaldsskólum? Hvers
vegna varð sú menntun, sem Rousseau ætlaði Sophie, útundan í hinum almenna
samkennsluskóla?
Þetta eru spurningar sem fjölmargir kvennafræðingar á sviði menntamála spyrja nú,
m.a. Jane Roland Martin. í skrifum sínum um markmið menntunar hefur hún lagt
megináherslu á mikilvægi umhyggjunnar sem jákvæðrar athafnar, ekki bara fyrir konur
og börn, heldur fyrir uppeldi og menntun yfirleitt og fyrir samfélagið í heild. í þrjá
áratugi hefur hún gagnrýnt námskrárkenningar og fært rök fyrir því að auk þess að
koma umfjöllun um barnauppeldi inn í hefðbundnar námskrár þurfi að leggja meiri
áherslu á að manneskjan hlúi að lífinu almennt, þ.e. siðfræði umönnunar (ethics of
care). Þessar áherslur rökstyður hún með trú sinni á hið siðferðilega, félagslega og
pólitíska mikilvægi þessara eiginleika fyrir réttlátari og friðsamari heim. Hún leggur
mikla áherslu á að reynsla kvenna sé gerð sýnileg í kennslubókum og að niðurstöðum
kvennarannsókna í hinum ýmsu fræðigreinum verði komið inn í námsbækur, bæði til
að tryggja að það vald, sem því fylgir að skilgreina þekkingu, sé hjá báðum kynjum og
eins til að koma sjónarhorni kvenna og ofannefndum umönnunargildum betur að í
öllum námsgreinum.21
Á svipuðum nótum kemst Grumet að þeirri niðurstöðu í bandarískri rannsókn að
kennarar séu um of sparir á umönnun þegar þeir hugsa um annarra manna börn í
skólanum. Þeir setji upp „grímu fagmannsins“ í stað þess að horfast í augu við að í
breyttu þjóðfélagi, þar sem móðirin eða foreldrar eru ekki heima, verði hlýja og
umönnun að koma í auknum mæli frá fóstrum og kennurum.22 Sömuleiðis hefur Dale
bent á að megineinkenni góðs uppeldis, eins og „móðurást" og „föðuragi“, séu nú víða
á undanhaldi vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna, sem geti leitt til verulegra breytinga á
manneskjunni.23
Þessi gagnrýni er áhugaverð í Ijósi þeirrar kröfu í samfélaginu að kennarar verði
„faglegri“, því þá er gjarnan átt við eitthvað allt annað en „móðurlega umhyggju", án
þess að Ijóst sé hvað átt er við með „fagmennsku" kennara.24 Að mínu mati er
lykilatriði að þess verði gætt að umönnunarsjónarmiðin verði viðurkennd sem
óaðskiljanlegur hluti af fagmennsku kennara í stað þess að útiloka þau sem andstæðu
við fagmennsku.
Sjá Brock-Utne og Haukaa 1980 um þessa þróun í Noregi.
2' Sjá Martin 1985; Leach 1991 og Guðnýju Guðbjörnsdóttur 1988 og 1990.
22 Grumet 1988.
23 Dale 1986.
24 Sjá t.d. Beyer o.fl. 1989 varðandi umfjöllun um fagmennsku kennara.
102