Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 109
Guðný Guðbjörnsdóttir
Greining námsefnis
Þó að aðalnámskrá grunnskóla og jafnréttislögin banni að kynjum sé mismunað í
skólabókum eða námsgögnum yfirleitt bendir ýmislegt til að þau mál séu í ólestri eins
og nú verður vikið að. Allt frá árinu 197641 hefur verið ólöglegt að hanna og nota
kennsluefni sem mismunar kynjunum á einhvern hátt, en mjög lítil umræða hefur
verið um hvort og hvernig hefur verið fylgst með því að þetta lagaákvæði sé virt og
hvort eldra kennsluefni er tekið til mats að þessu leyti og þá hvernig.
I skýrslunni Jöfn staða kynja í skólum er lögð áhersla á að námsefni verði skoðað í
ljósi jafnréttislaganna og að endurskoða þurfi námsefni í þeim tilgangi að framlag
kvenna til menningarsögunnar verði gert sýnilegt og ljóst ekki síður en framlag
karla.42
Rannsóknir á námsbókum með tilliti til kynferðis í fjölmörgum löndum, m.a. á
vegum UNESCO, sýna að námsefni sé að verulegu leyti skilgreint út frá sjónarhorni
karla og lítið hafi verið gert til að lagfæra þessa slagsíðu með því að endurskilgreina
markmið menntunar eða breyta námsbókum með hliðsjón af þróun kvennafræða.
Algengar niðurstöður rannsókna eru að námsbækur hafi kynferðislega slagsíðu sem
m.a. birtist í því að konur eru nær ósýnilegar eða þær eru sýndar sem ómerkilegri verur
en karlar. Þá eru bæði kynin oft sýnd samkvæmt hefðbundnum staðalmyndum og er
námsefnið því „enn kynskiptara en veruleikinn".43
Hvað sem öðru líður virðist ljóst að unnt er að gera námsbækur eða námsefni
almennt mun réttlátara að þessu leyti og þar geta kvennarannsóknir gegnt stóru
hlutverki, bæði varðandi innihald og aðferðir. Shuster og Van Dyne halda því reyndar
fram að kvennarannsóknir séu nauðsynlegar í þessu sambandi. Eftir 20 ára
kvennarannsóknir eru konur smám saman að koma í ljós sem gerendur í sögunni, í
vísindum, listum og í stjórnmálum. Að hve miklu leyti þessi þekkingarforði birtist í
námsefni skóla er einn mælikvarði á það hvort skólinn endurspeglar jafnt reynslu og
fortíð beggja kynja eða hvort hann endurspeglar karlveldið fyrst og fremst.
Til að greina innihald kennslubóka á vísindalegan hátt þarf að gefa sér forsendur, þó
að deila megi um hverjar þær þurfi að vera. Eftirfarandi forsendur eru oft taldar meðal
þeirra mikilvægustu:
1. Að til sé hlutlægur veruleiki fyrir utan huga okkar.
2. Að námsbækur séu félagslega skapaðar myndir af þessum veruleika.
Samkvæmt þessu má skoða kennslubækur sem „glugga að þeirri veröld“ sem nemendur
kynnast í skólum.44
Þó að vísindalegar rannsóknir á námsbókum eigi sér ekki langa hefð er þetta
blómlegt rannsóknarsvið þar sem ýmsum aðferðum er beitt. Hér er ætlan mín að ræða
eina slíka aðferð og segja frá greiningu minni á þremur nýlegum kennslubókum. I
4 * Sjá Lög um jafnrétti kvenna og karla 1976, 7. grein.
42 Jöfn staða kynja ( skólum 1990:31, sjá einnig bls. 17, 27 og 29.
43 Sjá Tornes 1987; Dupont 1980; Bjerke o.fl. 1982; Brock-Utne og Haukaa, 1980 og
Rapport fra konferance om likestilling i lœreböker 1987, 1988 og 1989.
44 Selander 1990:143-145.
107