Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 111
Guðný Guðbjörnsdóttir
stöðumunur kvenna og karla sem oft kallar fram sterk viðbrögð hjá
kennurum og nemendum. Fyrstu viðbrögð ungra stúlkna eru oft að hafna
þessum upplýsingum, reyna að trúa á að eigin hæfileikar muni duga til að
yfirvinna hindranirnar sem fylgja því að vera kona. Fyrstu kvenna-
rannsóknirnar voru í þessum anda og einkenndust af umræðu um undirokun
kvenna sem kallaði ýmist á sterk réttlætisviðbrögð eða höfnun á því að vera
kona.47
4. Konum er lýst jrá sjónarhorni kvenna (eiginlegar kvennarannsóknir). Lögð er
áhersla á að reynsla, gildi og sjónarhóll kvenna komi fram í kennslu-
bókunum. Að hvaða leyti eiga konur sameiginlega reynslu og að hvaða leyti
breytilega, að mati þeirra sjálfra? í stað vonbrigða með umfjöllunina á 3.
stigi veitir umfjöllunin á þessu stigi kvenkennurum og nemendum ákveðna
frelsistilfinningu og sjálfsvirðingu í meira mæli en það að sjá eina og eina
kvenhetju líkt og á 2. stigi. Lögð er áhersla á að gera kvennamenninguna
sýnilega, sýna konur sem gerendur, og að sjónarhóll kvenna sé oft annar en
karla.
5. Konur og kvennajræði sem ögrun við frœðigreinar, viðmið þeirra og
kenningar. Flvernig geta hefðbundnar rannsóknir í hinum ýmsu fræðigreinum
tekið mið af kynjasjónarmiðinu og gagnrýninni á „sannleiksmynd“ þeirra í
Ijósi kvennarannsókna? Er umræða af þessu tagi í kennslubókum?
6. Hin umbreytta námskrá og námsefni. Eitt altækt sjónarhorn (inclusive) eða
margar jafngildar orðræður, og þá jafnt orðræður kvenna sem karla, mis-
munandi stétta, kynþátta eða annarra viðeigandi hópa í hverju samfélagi.
Höfundar leggja áherslu á að ekki sé unnt að fara af 3. stigi yfir á 6. stig eins og margir
stefni að. Nauðsynlegt sé að fara í gegn um 4. og 5. stig og þar með að samþætta
kvennafræðilegar rannsóknir í hinum ýmsu fræðigreinum umfjöllun námsbóka.48
En hvernig skyldi það námsefni, sem nú er notað, koma út samkvæmt þessum
stigamælikvarða þeirra Schuster og Van Dyne? í Noregi hefur verið unnið mjög
markvisst að því að lagfæra kennsluefni m.t.t kynjaslagsíðu, m.a. með árlegum
ráðstefnum þar sem fulltrúar frá ráðuneytum, fræðimenn, námsbókahöfundar, kennarar
og skólabókaútgefendur bera saman bækur sínar 49 Rannsóknir þar benda til að fjórða
stig samkvæmt ofannefndri greiningu (eiginlegar kvennarannsóknir) sé farið að birtast í
kennslubókum.50 En hvernig er ástandið hér á landi?
Eg og allmargir nemendur mínir hafa athugað mikið af efni og yfirleitt er
niðurstaðan sú að efnið flokkast á 1.-3. stig. Hér mun ég nefna sem dæmi athugun
mína á þremur kennslubókum í sagnfræði. Þessar bækur voru ekki síst valdar til
greiningar vegna þess að þær eru mikið notaðar í framhaldsskólum og þykja með betra
námsefni sem völ er á að þessu leyti.
Schuster og Van Dyne 1985:21-22.
Sama rit, bls. 27.
Sjá Rapport fra konferance om likestilling i lœreböker 1987, 1988 og 1989.
50 Sjá Pettersen 1989:38.
109