Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 114
Guðný Guðbjörnsdóttir
kennaramenntuninni fyrir hin skólastigin. Annað eru námskrár kennaramenntunar-
stofnana sem vonandi verða athugaðar og lagfærðar, ef ástæða þykir til, í tengslum við
áðurnefnt þróunarverkefni á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Hitt er að efla
kennslu í kvennafræðum við Háskóla íslands en það er mikilvægt ef sjónarmið
kvennarannsókna eiga að koinist inn í kennslubækur grunn- og framhaldsskólans.
Að síðustu fjallaði ég um greiningu námsefnis og ræddi eina ákveðna aðferð við að
samþætta kvennarannsóknir almennu námsefni í þeim tilgangi að minnka þá
kynferðislegu slagsíðu sem margar kennslubækur virðast hafa, m.a. þær þrjár
kennslubækur í sagnfræði sem greindar voru hér að framan. Markmiðið með því að
koma kvennarannsóknum að í námsefni er yfirleitt að gera konur sýnilegri frá eigin
sjónarhóli og að setja fram „réttlátari" eða „sannari“ mynd af sögunni eða veruleikanum
með því að bæta konum og reynslu þeirra inn í námsefni og námskrár.
Aðrar leiðir til að koma kvennarannsóknum inn í námsefni hafa verið reyndar. Ein
Ieið er að semja sérstakar bækur í mismunandi greinum, bækur sem byggja á
kvennarannsóknum, t.d. í kvennasögu, kvennasálfræði eða kvennamannfræði. Slíkt
getur verið til bóta á meðan hefðbundnar bækur eru enn í notkun. Þetta hefur þann
ókost að hætta er á að efnið um konur einangrist eða sé jafnvel sleppt eins og oft
virðist raunin ef efnið er haft í sérköflum, eins og t.d. í bókunum sem hér voru
greindar. Hvað sem öðru líður er það fyrsta skrefið að hafa skýr markmið um að konur
eigi að gera sýnilegri í kennslubókunum, og mikilvægt er að áhugi og skilningur
kennara sé til staðar til að minnka líkurnar á því að efninu verði sleppt.
En hvernig ber að skoða greiningaraðferð Schuster og Van Dyne í ljósi þeirra
þriggja þekkingarfræðilegu sjónarhorna sem kynnt voru hér að framan? Bæði aðferð
þeirra Schuster og Van Dyne, og sú aðferð að hafa sérstakar bækur eða bókarkafla um
kvennarannsóknir, samræmast þeirri þekkingarfræðilegu sýn sem Sandra Harding kallar
„sjónarhorn kvennarannsókna".56 Þessi sýn hafnar því að til sé sannleikur óháð því
hverjir setja hann fram og frá hvaða sjónarhorni, en hugmyndinni um mögulegan
sannleika er ekki hafnað.57
Ef námsefni er hinsvegar skoðað frá sjónarhorni póstmódernismans er sett
spurningamerki við það að hægt sé að fá áreiðanlega mynd af veruleikanum með
vísindalegum rannsóknum, hvað þá að kennslubækur geti endurspeglað slíka mynd.58
Frá þessu þekkingarfræðilega sjónarhorni eru mörkin á milli staðreynda og skáldskapar
ekki alltaf Ijós. Því væri hægt að lagfæra gamlar kennslubækur með því að endurskrifa
þær og blanda saman traustum staðreyndum og skáldskap byggðum á líkum þar sem
áreiðanlegar upplýsingar skortir.59
Önnur túlkun á áhrifum póstmódernismans á gerð og val námsefnis er sú að
mikilvægast sé að kenna fólki á tölvur, en hvaða innihald sé kynnt sem sannleikur
56 Harding 1986:26.
^ Sjá Hawkesworth 1989.
5^ Sjá sama rit, bls. 536 og Flax 1987.
59 sjá Widdowson 1990 varðandi umræðu um þetta og Þórunni Valdimarsdóttur 1989
sem frábært dæmi um notkun þessarar aðferðar.