Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 115
Guðný Guðbjörnsdóttir
skipti minna máli.60 Þá má nefna það sjónarmið Rortys61 að sundurgreining
(deconstruction) á skynseminni og sannleikanum þýði ekki að öll sjónarmið séu
jafngóð. Honum finnst í lagi að skólar hafi sameiginlegt námsefni en telur að ekki
skipti meginmáli hvað það inniheldur, því það þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi að
skapa samkennd meðal hópsins.
Framtíðin ein mun leiða í ljós hvort orðræða námsbókanna verður áfram orðræða
karla eða hvort það tekst að skapa yfirgripsmeiri orðræðu sem nær til reynslu beggja
kynja, þar sem konum er ekki bara bætt við á forsendum karla heldur sýndar sem
gerendur, eins og þær lýsa sér sjálfar.62 - Eða hvort orðræður sannleikans verða margar
og það verði á valdi kennarans að ákveða hvort orðræður kvennarannsókna verða
kynntar eða faldar. Kannski það verði frjósamari farvegur en sá sem við þekkjum nú og
auki líkurnar á því að rödd kvennarannsókna komist inn í kennslubækurnar. Afneitun
póstmódernismans á því að til sé einn stór sannleikur hefur aukið virðingu fyrir
fjölhyggju og örvað skapandi hugsun um gildi fjölbreytileikans.63
Ekki er ljóst nú hvor leiðin verður frjósamari við að lagfæra kynjaslagsíðu á
kennslubókum, aðferð Schuster og Van Dyne og „sjónarhorn kvennarannsókna“
samkvæmt flokkun Harding annars vegar eða fjölhyggjusjónarmið póstmódernismans
hins vegar. Verður stefnt að því að finna eina orðræðu sem nær yfir sjónarmið beggja
kynja eða verður framtíðarsýnin sú að sýna sem flest sjónarmið á veröldinni, þar á
meðal hin margbreytilegu sjónarmið kvenna? Líklega er skynsamlegt að kynna báðar
leiðir fyrir kennurum og námsbókahöfundum í þeirri von að umræða skapist og við
komumst upp úr núverandi hjólförum.
Viðfangsefni þessarar greinar er þó aðeins einn angi vandamálsins um menntun og
kynferði. Vonandi munu aðrir þættir rannsóknar minnar varpa skýrara ljósi á hið „dulda
og ódulda misrétti (karla)samfélagsins gagnvert konum sem bitnar síðar á börnum og
unglingum".64 Viðeigandi þykir að enda á þessum ágætu orðum afmælisbarnsins
Jónasar Pálssonar með von um að konur fái vilja og völd m.a. til að koma á einsetnum
skóla við hæfi beggja kynja.
Heimildir
Andersson, I. og S. Franke-Wikberg. 1990. Review article. - The formation of school
subjects. Educational Theory 40,4:495-500.
Beyer, L. E., W. Feinberg, J. A. Pagano, og J. A. Whitson. 1989. Preparing Teachers as
Professionals. New York, Teachers College Press.
Bjerke, I., I. M. Gaarder, I. Hilmo, R. Munkeby og S. Vogt. 1982. Rapport om
kjönnsroller i skolens lœreböker og barnelitteratur. Norges bidrag til Unesco series of
national studies on portrayal of men and women in school textbooks and children 's
litterature. Oslo, KUD.
60 Lyotard 1984.
61 Rorty 1982.
62 Sjá Ve 1988.
Hawkesworth 1989 og Leach og Davies 1990.
Jónas Pálsson 1992:12, sbr. tilvísun 1.
113