Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 119
Uppeldi og menntun 1 (1): 117-124
Gyöa Jóhannsdóttir
Leikskóli í breyttu samfélagi
1 þessari grein verður rætt um starfsemi leikskóla, hér og annars staðar á
Norðurlöndum.1 * Fyrst mun ég tjalla unt tvennskonar sjónarmið sem liggja að baki
starfi í leikskóla, víkja síðan stuttlega að þeirri hugmyndafræði sem leikskólinn byggir
á og benda á nokkra áhersluþætti í starfi fóstra í tengslum við hana. Þá mun ég fjalla
um menntun fóstra og í framhaldi af því draga fram þær kröfur sem nú eru til þeirra
gerðar. Að lokum er lögð áhersla á að slaka ekki á kröfum um fagleg vinnubrögð fóstra
þar sem þau eru forsenda þess að tala megi um gæði í leikskólastarfi.
Tvenns konar sjónarmið varðandi leikskóla
Þegar talað er um þróun leikskóla sem uppeldisstofnunar má greina tvö sjónarmið:
Annars vegar er lögð áhersla á leikskólann sem menntastofnun fyrir börn undir
skólaskyldualdri. Þessa hugmynd má rekja langt aftur í aldir, eða allt til Comeniusar
(1592-1670). Hún kemur síðar mjög skýrt frant í starfi og ritverkum Friedrichs
Fröbels og Mariu Montessori, svo að kunn nöfn séu nefnd. Hugmyndin um menntun
barna undir skólaaldri er því ekki ný af nálinni. Hins vegar er litið á leikskóla sent
félagslega þjónustu, stofnun sem sér um börn útivinnandi foreldra, börn námsmanna,
börn fjölskyldna sem eiga við félagslega erfiðleika að etja o.s.frv.
Það er Ijóst að leikskólavistun barna og atvinnuþátttaka foreldra eru nátengd
fyrirbæri. Samkvæmt skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar^ kemur í ljós að á
tímabilinu 1978-1986 hefur atvinnuþátttaka kvenna á aldrinum 20-64 ára aukist og á
þetta á við um alla aldurshópa á þessu bili. Heildarniðurstöður sýna að munurinn á
atvinnuþátttöku kvenna og karla minnkar á tímabilinu 1978-1986, bæði hér á landi og
annars staðar á Norðurlöndum. Munurinn minnkar mest í Noregi. Svíþjóð sker sig
einnig úr en þar er hlutfall útivinnandi kvenna hæst miðað við hin löndin. í heild er
atvinnuþáttaka kvenna á Norðurlöndum um það bil 70-80% hjá konum á aldrinum 25-
30 ára og 80% hjá konum á fertugsaldri. Það er mjög líklegt að þessar konur eigi ung
börn.
í skýrslunni er einnig að finna samanburð á konum í fullu starfi og hlutastarfi.
Hlutastarf kvenna er algengast í Noregi en vissulega er þó nokkuð um konur í
hlutastarfi á íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Þá skal bent á að samkvæmt
Vinnumarkaðskönnun Hagstofu Islands í apríl 1991 voru 49,3% þeirra íslensku
kvenna, sem störfuðu utan heimilis, í fullu starfi. I sömu könnun kont fram að aðeins
11,8% íslenskra kvenna á aldrinum 16-74 ára voru það sem kallað er heimavinnandi.3
' Greinin er að miklu leyti byggð á fyrirlestri sem ég liélt á ársfundi norrænnar
samstarfsnefndar um leikskóla og skóladagheimili í Helsingfors I 1.-13. júní 1990.
“ Kvinnor och mcin i Norden 1988.
3 Vinnumarkaðskönnun Hagstofu íslands 1991.
117