Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 121
Gyða Jóhannsdóttir
annan heldur þarf að gera þeim jafn hátt undir höfði. Brýn nauðsyn er á almennri
fræðslu um að leikskólinn er menntastofnun, alveg eins og aðrir skólar, en starfs-
aðferðir og viðfangsefni fara eftir þroska barna og eru sérstæðar fyrir leikskóla.
Hugmyndafrœði
í þessari grein verður ekki kafað djúpt í þær hugmyndafræðilegu forsendur sem liggja
að baki leikskólastarfi. Til þess þyrfti að gaumgæfa ýmsa meginþætti í menntastefnu
Vesturlanda. Rétt er þó að benda á að leikskóli er þar ekkert sér á parti nema að því
leyti að um er að ræða yngstu nemendurna, yngsta skólastigið. Ohætt er þó að segja að
framfarastefnan (progressivism), og þá fyrst og fremst hugmyndir hins kunna uppeldis-
fræðings Johns Deweys (1859-1952), hafi haft mest áhrif á uppbyggingu leikskóla-
starfs á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum.7 Mannskilningur framfarastefnunnar
grundvallast á því að einstaklingurinn sé í eðli sínu virkur og afli sér þekkingar í virku
samspili við umhverfið. Megináhersla er lögð á barnið:
Framfarasinnar telja að „hið skipuleggjandi og þroskandi afl“ í reynslu barnsins sé
„virk hugsun" en viðfangsefni og vandamál sem barnið fær til að glíma við örvi
hugsunina.8
Barnið fær þess vegna að spreyta sig á umhverfinu. Frekar lítil áhersla er lögð á
utanbókarlærdóm. Hinn fullorðni gefur ekki öll svör, heldur er lögð áhersla á að veita
barninu nægilegt frelsi til þess að læra um umhverfið af eigin raun. Tekið skal fram að
ekki er átt við að barnið fái að gera allt sem því dettur í hug. Þvert á móti þarf að setja
því ákveðin takmörk, bamið fær einungis það frelsi sem álitið er að það ráði við hverju
sinni. Hér er erfitt að setja algildar reglur. Aðstæður hljóta að hafa áhrif, svo og þeir
einstaklingar sem eiga í hlut. Fóstra örvar barnið til þess að leita eigin lausna á þeim
viðfangsefnum eða vandamálum sem það þarf að kljást við og hún örvar einnig
umræður barnanna og samtöl. Leikurinn er mjög mikilvægur í uppeldi og námi
leikskólabarna. Mikil áhersla er lögð á að barnið fái næg tækifæri til að segja frá
reynslu sinni í orðum, mynd, formi, hreyfingu og tónum.
Viðfangsefni barnanna þurfa að hæfa þroska þeirra og færni. Alitið er að þessir
starfshættir séu vænlegir til þess að kenna börnum að meta eigin getu á raunhæfan hátt
og styrkja eðlilegt sjálfstraust. Þar að auki eru þeir í samræmi við hugmyndir um hvers
konar uppeldi sé nauðsynlegt til þess að viðhalda lýðræðisþjóðfélagi.
Starfshættir leikskóla mótast ekki einungis af heimspekilegum hugmyndum.
Fóstrur þurfa að vera læsar á ýmsar rannsóknarniðurstöður vísindagreina, s.s. sálfræði,
uppeldisfræði, félagsfræði o.fl. Leikskólastarf byggir því í ríkum mæli á því að fóstrur
hafi þekkingu á þroskaferli barna. Þær þurfa einnig að kunna skil á hvaða áhrif
félagsleg og menningarleg staða getur haft á þroskamöguleika barnanna.
Á Norðurlöndum hafa leikskólar það markmið að veita barninu nauðsynlega
umönnun og örva alhliða þroska þess og sjá því fyrir tækifæri til að starfa í hópi
jafnaldra. Þar læra börnin að vinna saman og að taka tillit til annarra. I öllum
^ Uppeldisáœtlun 1985.
^ Sama rit, bls. 15.
119