Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 127
Uppeldi og menntun 1 (1): 125-135
Helgi Skúli Kjartansson
Látína er list mcet
Um klassískustu námsgreinina í skólasögu
Vesturlanda
Látína er list mcet,
lögsnar Böðvar.
I henni eg kann
ekki par, Böðvar.
Þœtti mér þó rétt
þitt svar, Böðvar,
míns efvœri móðurlands
málfar, Böðvar.
Svo hljóðar ein af lausavísum Jóns Arasonar, ort í þeim hálfkæringi sem honum var
svo laginn. Tilefnið er víst hin umdeilda kosning Jóns sem biskupsefnis Norðlendinga
1522. Böðvar nokkur hefur fundið honum það til foráttu að vera lélegur í latínu. Jón
ber það ekki af sér, en telur þó mikilvægara að biskupsefni sé ekki vankunnandi í ís-
lensku.1 Auðvitað má ekki taka það bókstaflega að biskupsefni kunni „ekki par“ í
latínu,2 en þó e.t.v. verið slakari en skyldi í því fagi, enda er síðar frá því greint, að
um þetta leyti hafi ekki nema einn klerkur í hvoru biskupsdæmi kunnað almennilega
latínu, og voru það ábótar tveir.3
Rétt er að taka með varúð þessum áfellisdómi lúthersks lærdómsmanns um
menntunarskort klerkdómsins í kaþólskum sið. Latína var mál hinnar kaþólsku kirkju,
messusöngur allur á latínu og latínulærdómur uppistaðan í menntun presta. Þó má það
rétt vera, að á dögum Jóns Arasonar hafi mjög fáir íslendingar talað og skrifað latínu
með þeim brag sem þá var kominn í tísku með lærdómsmönnum erlendis. Kröfurnar
höfðu nefnilega aukist, og komum við að því síðar.
* í þessum seinniparti felst stórpólitísk aðvörun: ef íslendingar virða ekki sitt eigið
biskupskjör mega þeir búast við erlendum biskupum, eins og löngum hafði tíðkast á
13.-15. öld.
9
„Það er óhugsanlegt, að maður uppfræddur af munkum, maður, sem tekur prestsvígslu
í kaþólskum sið, fær hvert prestakallið öðru betra og loks biskupsembætti, hafi ekki
kunnað latínu,“ segir Páll Eggert Ólason (1919:23—24; vísan er tilfærð á sama stað).
Páll Eggert Olason 1944:353-354. Sama heimild segir að á dögum Jóns Arasonar
hafi enginn latínuskóli verið í landinu. Páll Eggert telur höfundinn líklega vera Odd
biskup Einarsson (um 1600).
125