Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 129
Helgi Skúli Kjartansson
að allt hugsandi fólk hefði áhuga á latínu, og það hefur gert hana miklu viðráðanlegri
en ella í kennslu.7
A hinn bóginn voru kennsluhættir í latínu allt annað en árangursvænlegir, a.m.k. á
byrjunarstigi. Kennslubækur í „latínu fyrir útlendinga“ voru naumast til, heldur voru
notaðar bækur, t.d. í málfræði, sem samdar voru í fornöld fyrir latínumælandi
nemendur. Oft voru ólæsir nemendur settir beint í latínunám - kannski var móðurmál
þeirra alls ekki notað sem ritmál - og kennt að lesa á bækur sem þeir skildu varla orð
í.8 Kennsluhættir mótuðust af þululærdómi og blindum aga (að „berja til bókar").
Nútímalegt má það þó kalla við latínukennslu miðalda, að í skólum tíðkaðist hin
„beina aðferð“; oft var kennt á latínu og hún notuð meira eða minna sem daglegt mál í
skólanum. Þetta hefur stuðlað að framförum nemenda sem lengra voru komnir í
málinu, sérstaklega í háskólum eftir að þeir komu til sögunnar á síðari hluta miðalda.
Lcindnám latínunnar á íslandi
ísland hafði ekki verið lengi byggt þegar þar var játuð kristin trú og tekið til við að
koma á kaþólskri kirkju - með sínum latínusöng og latínulærdómi. Lögboðið var að
hver maður kynni faðirvor og Máríubæn á latínu, og sumir reyndu að kunna meira, t.d.
í Davíðssálmum. Klerkastéttin varð skjótt fjölmenn og þurfti talsverða kennslu til að
endurnýja hana. Ætla má að 10-20 prestlingar hafi þurft að ljúka námi árlega.
Getið er um skólahald, einkum hjá Jóni helga, hinum fyrsta Hólabiskupi, en saga
hans er helgisaga sem ber að taka með varúð. Satt að segja er flest á huldu um reglu-
bundið skólahald á íslandi í kaþólskum sið. Prestsefni hafa oftast lært hjá einstökum
prestum í eins konar meistarakerfi.9 Sumir lærðu í klaustrum og aðrir á biskups-
setrum.10
Auk hins klerklega bóknáms var það líka nám út af fyrir sig að leggja sig eftir
þjóðlegum fræðum: skáldskap, sagnalist, lögspeki, ættvísi. Þessi fræði voru upphaf-
lega numin munnlega og auðvitað alls óháð skólagöngu. En á íslandi var fljótt farið að
rita um þessa hluti á móðurmálinu, og hefur lestrarkunnátta þá orðið sjálfsögð fyrir þá
sem á annað borð stunduðu slík fræði.
7 • • *
Margt af þessu minnir á stöðu enskunnar í íslenskum samtíma. Aður hafði danskan
um skeið skipað áþekkan sess á íslandi, en hún var þá sjálf á svipaðan hátt háð
þýsku og frönsku.
^ Á síðari öldum hafa þjóðernisminnihlutar búið við lestrarkennslu af þessu tagi. Á
19. öld átti t.d. aðeins að kenna á frönsku í frönskum skólum, einnig í þeim héruðum
þar sem töluð var þýska, bretónska eða baskneska; börnin fengu franskan kennara
og franska lestrarbók og skildu hvorugt. Lengi var notuð danska í færeyskum skólum
og sænska í finnskum, og stutt er síðan farið var að tryggja Samabörnum
lestrarkennslu á móðurmáli sínu. Sum Afríkulönd nota enn í dag framandi tungu
(ensku, frönsku) við lestrarkennslu í barnaskólum af því að þjóðtungurnar (oft mörg
ólík mál í sama landi) hafa ekki verið þróaðar sem ritmál.
^ Þannig var Ari fróði frá sjö ára aldri í Haukadal hjá Teiti ísleifssyni biskups, sem
hann kallar ekki kennara sinn, heldur fóstra, en í fóstrinu lærði hann til prests.
* T.d. er vitað um nokkra vel lærða nemendur ísleifs Gissurarsonar Skálholtsbiskups (á
11. öld) og Brands Jónssonar ábóta í Þykkvabæ (á 13. öld), en óljóst er hvort þar var
fremur um einkakennslu að ræða eða eiginlegt skólahald.
127