Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 132
Helgi Skúli Kjartansson
sem ekki skilaði sér í raunverulegri færni í málinu. Sumir piltar náðu þó góðu valdi á
latínunni, hafa vísast kunnað hana miklu betur en gamli Jón Arason. Nokkrir fóru utan
til háskólanáms og komu heim sprenglærðir að hætti húmanismans, menn eins og
Brynjólfur biskup í Skálholti og séra Páll í Selárdal (á 17. öld). Slíkum mönnum var
latína eins og annað móðurmál auk þess sem þeir kunnu vel grísku og jafnvel
hebresku.
Eldklerkur í Hólaskóla
Sem dæmi um íslenskan skólapilt má taka sr. Jón Steingrímsson, síðar nefndan eld-
klerk.14 Hann var sonur fátækrar ekkju í Skagafirði, en gáfaður og námfús og átti
nokkurn frændstyrk. Frændi hans, prestur, kenndi honum að skrifa þegar hann var á 14.
ári og lét hann um leið spreyta sig smávegis á latínu, svosem til prufu. Arið áður,
1741, hafði verið gefin út tilskipun um stórauknar námskröfur í fslensku latínu-
skólunum. Tveir skólasveinar frá Hólum, sem sjálfir gáfust upp við námið vegna
hinna nýju krafna, töldu kjark úr Jóni og fólki hans, og missti hann þá námsvonina í
bili.
Skólatilskipunin nýja var runnin undan rifjum Jóns Þorkelssonar, áður rektors í
Skálholti, sem hafði rekið áróður í Kaupmannahöfn fyrir þörf umbóta í mennta- og
kirkjumálum á íslandi. Nú hafði hann verið sendur lil íslands sem fylgdarmaður með
dönskum biskupi, Ludvig Harboe, sem falið hafði verið víðtækt eftirlitshlutverk í
íslensku kirkjunni. Harboe fór á þessum árum með biskupsvald á Hóluin, og fóru þeir
Jón um biskupsdæmið til að kanna þekkingu bæði presta og almennings, einkum
unglinga. Jón Steingrímsson lenti í slíkri yfirheyrslu og stóð sig vel. Upp úr því
boðaði Jón Þorkelsson hann heim að Hólum og mat hann tækan í skóla vegna góðs
skilnings á kristnum fræðum, þótt ekki hefði hann sannað sig við latínunám. Fyrstu
mánuðina borguðu Jón og Harboe sjálfir skólagjöld hans. Þá hafði hann staðið sig svo
vel að Harboe ákvað að láta hann fá einn þeirra námsstyrkja sem þá losnuðu. Til þess
þurfti efnaður maður að ganga í ábyrgð fyrir hann; styrkurinn var nefnilega endurkræfur
ef piltur lyki ekki námi.
Það fyrsta, sem Jón þurfti að læra, voru latínuglósur til að geta boðið góðan dag,
beðið um að fá að skreppa út og annað slíkt; þannig hefur verið ætlast til að eintóm
latína væri töluð í skólanum frá upphafi. Latína er líka eina námsgrein sem Jón hefur
orð á í frásögnum sínum af skólaárunum.15 Honum sóttist námið vel, lauk því á fimm
árum, og var síðasta árið efstur í bekk, þ.e.a.s. mestur latínumaður í skólanum. Utan
við skólalexíur las hann gullaldarskáld, ekki síst Ovidius, og „hélt það angur gæti ei
að mér komið, að mér yrði ei skemmtun að lesa verk hans.“16 Sjálfur varð Jón líka
liðlega hagmæltur á latínu, og var það alltítt um lærdómsmenn á hans dögum.
Jón Steingrímsson 1973, einkum 8.-18. kafli.
' 5 Af frásögnum hans má m.a. sjá, að málfræðibækur hafa verið lærðar utanað með
reglum og dæmum og öllu saman. Grísku og guðfræði hefur Jón lært í skóla þótt
hann geti þess ekki. Þýskunám nefnir hann, en það var utan við námsefni skólans.
Einhvern veginn lærði hann líka dönsku.
1 ^ Jón Steingrímsson 1973:59.
130