Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 136
Helgi Skúli Kjartansson
menntamanna og annarra.9 * * * * * * * * * * * * * * * 25 En latínuna notuðu menntamennirnir minna og minna;26
hún var mestmegnis orðin að tákni um menntun og námið í henni að eldraun eða
manndómsvígslu í bóklegu námi.
Latínan lœtur undan
Drottnun fornmálanna í „æðri“ menntun var hvarvetna farin að sæta gagnrýni.27 Á
Norðurlöndum var farið að stofna stærðfræðideildir við lærðu skólana (í Danmörku
1871; þar lærðu stúdentsefni þó latínu í tvö ár áður en þau völdu deild).
Reykjavíkurskóli stóð ekki undir deildaskiptingu, en eftir 1890 átti sú stefna miklu
fylgi að fagna, m.a. á Alþingi, að dregið yrði úr fornmálanámi, grískan helst afnumin,
og ekki byrjað á latínu fyrr en í efri bekkjunum; neðri bekkirnir yrðu þannig að
gagnfrœðadeild og hægt væri að opna lœrdómsdeildina fyrir gagnfræðingum úr öðrum
skólum. Vegna réttinda stúdenta við Hafnarháskóla urðu Islendingar þó að bíða með
breytingarnar þar til Danir höfðu sjálfir stigið svipað skref árið 1904. Sama ár var
lærða skólanum í Reykjavík breytt í menntaskóla (MR) þar sem gr/ska var felld út og
latína aðeins kennd þrjú síðari árin. Þar með er sögu latínunnar í aðalatriðum lokið.
Hún hafði endanlega og algerlega misst hlutverk sitt sem fyrsta erlent mál og sem
aðalnámsgrein til stúdentsprófs. Hún var kannski einhver þyngsta greinin og studdi
þannig tilgang skólanámsins sem eldraunar eða síu. En þekking og færni stúdenta var
eftir þetta miklu meiri í öðrum málum en í latínu.28
9 S
J Menn gerðu t.d. skýran greinarmun á lærðum og ólærðum skáldum. Alþýðuskáld,
eins og Sigurður Breiðfjörð eða Bólu-Hjálmar, gátu verið víðlesin í þjóðlegum
fræðum og slarkfær í málum, a.m.k. dönsku, en lifðu þó í öðrum menningarheimi en
stúdentarnir. Athyglisvert er hvílíkt kapp var lagt á að koma Kristjáni Fjallaskáldi í
skóla, sömuleiðis Þorsteini Erlingssyni. I Noregi braust Henrik Ibsen í því í sárustu
fátækt að læra latínu til inntökuprófs í lærðan skóla svo að hann gæti orðið stúdent
- og þar með formlega hlutgengur í menningarlífi landsins.
zo Það er í þessu efni dæmigert að latínusletturnar, sem einkenndu skrif lærðra manna á
18. öld, einkum bréf þeirra sín í milli, víkja nú fyrir dönskuslettum og jafnvel
glósum úr þýsku, ensku og frönsku, sem stúdentarnir höfðu þó ekki lært neitt viðlíka
vel og latínuna. Það þurfti ekki mikið nám til að gera nýju málin tiltækari en hin
fornu. Eftir því sem latínan fjarlægðist veruleikann í hugum manna hefur orðið
erfiðara að kenna hana með árangri; þá breytingu má að vissu leyti bera saman við
breytta stöðu dönskunnar á sfðari áratugum.
27 Sjá t.d. Dahl 1962, Wennás 1966.
2X Röksemdir ný-húmanismans fyrir latínunámi giltu í rauninni ekki um svona
takmarkaða kennslu. Hún myndi aldrei móta persónuleika stúdentanna eða tengja þá
ævilöngum böndum við rómverskar fornmenntir. Þvert á móti var latínan orðin ein
af hinum alltof mörgu greinum sem dreifðu kröftum nemendanna. Latínuvinir, sem
áður höfðu að kjörorði að kenna „ekki margt heldur mikið (non multa sed multum)“,
skiptu nú um röksemdir, fóru að boða þjálfunargildi latínunáms fyrir hlutfirrta
hugsun og gagnsemi latínunnar til fyllri skilnings á uppbyggingu og orðaforða
nútímamálanna. (Röksemdir finna sér jafnan farveg eftir því hvernig landið liggur;
það gildir um skólamálaumræðu ekki síður en annað.) í þessum anda hélt Háskóli
íslands um tíma námskeið og forpróf í latínu fyrir stærðfræðideildarstúdenta sem
lögðu stund á tungumál.
134