Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 137
Helgi Skúli Kjartansson
Um 1920 var að hefjast merkilegt afturhaldstímabil í íslenskum þjóðmálum. Þá
komu fram tillögur um að breyta menntaskólanum meira eða minna í gamla horfið, og
virtist bæði ríkisstjórn og Alþingi hallast að þeim hugmyndum, en af framkvæmdum
varð þó ekki.
Stærðfræðideild var stofnuð við Menntaskólann í Reykjavík 1919, og var hún um
skeið latínulaus með öllu. Menntaskólinn á Akureyri var stofnaður 1930 (kennsla þó
hafin fyrr), og var latína kennd þar með sama hætti og í máladeild MR. í
stærðfræðideild MR var latína tekin upp aftur 1937, en aðeins eins vetrar nám.
Hugmyndin virðist vera sú, að hver stúdent ætti að hafa einhverja nasasjón af þessari
há-klassísku grein. f sama anda var latína síðar hluti af stúdentsnámi við Verslunar-
skólann og Kennaraskólann. En upp úr 1970 fóru nýmálabrautir með lítilli eða
valfrjálsri latínu að keppa við fornmálabrautirnar, og á öðrum stúdentsprófsbrautum
varð sjálfsagt að leggja latínuna niður. Síðan þvarr aðsókn að fornmálabrautunum og
latínan má nú heita horfin af framhaldsskólastigi. ACTA EST FABULA, hefðu
Rómverjar sagt, „leikið er nú til loka“.
Heimildir
Dahl, Helge. 1962. Knud Knudsen og latinskolen. [Oslo], Universitetsforlaget.
Heimir Þorleifsson (ritstj.). 1975. Saga Reykjavíkurskóla I. Reykjavík, Sögusjóður
Menntaskólans í Reykjavík.
Jón Steingrímsson. 1973. Ævisagan og önnur rit. Kristján Albertsson gaf út.
Reykjavík, Helgafell.
Páll Eggert Ólason. 1919. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Islandi I. Reykjavík,
Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar.
- 1929. Jón Sigurðsson I. Reykjavík, Þjóðvinafélag.
- 1944. Saga íslendinga IV: Sextánda öld, höfuðþœttir. Reykjavík, Menningarsjóður.
Wennás, Olof. 1966. Striden om latinvdldet. Idéer och intressen i svensk skolpolitik
under 1800-talet. Stockholm, Almqvist & Wiksell.
135