Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 139
Hrólfur Kjartansson
báðum vfgstöðvum. Tína má til ýmis dæmi um að foreldrar treysti því að skólinn
kenni ákveðna hluti en skólinn standi í þeirri trú að foreldrarnir sjái um það.5
1 þessari grein verður leitast við að taka saman yfirlit um þróun samstarfs milli
heimila og grunnskóla hér á landi. í fyrsta hluta verður rifjað upp það helsta sem gerst
hefur í þessum málum á síðustu tveimur áratugum. í öðrum hluta verður fjallað um
stöðu mála í dag og í þriðja hluta verður skyggnst inn í framtíðina.
Athygli verður fyrst og fremst beint að grunnskólum og byggist greinin að mestu
leyti á þeirri vitneskju og hugmyndurn, sem höfundur hefur aflað sér af beinni þátttöku
í fimm foreldrafélögum,6 auk þeirrar yfirsýnar sem hann hefur öðlast vegna starfs síns.
Forsagan
Fyrstu formlegu foreldrafélögin munu hafa verið stofnuð við Laugarnesskóla (1947) og
við Melaskóla (1954). Bæði þessi félög lögðust fljótlega af.7
Það er ekki fyrr en um 1970 sem skriður kemst á málin á ný með stofnun Foreldra-
og kennarafélags við Hlíðaskóla. I erindi sem Asgeir Guðmundsson, þá skólastjóri
Hlfðaskóla, flutti á kynningarfundi foreldra og starfsmanna skólans í maí 1970, komst
hann m.a. svo að orði:
A haustfundum komu fram raddir foreldra um aukin kynni af starfi skólans og einnig
óskir um aukin kynni innan foreldrahópsins, enda kom það ákveðið fram að foreldrar
eiga við ýmis vandamál að glíma sem varða börn skólahverfisins í heild en skólinn á
erfitt með að sinna [þeimj án verulegra samskipta við foreldra.8
Árið áður hafði skólinn tekið upp þá nýbreytni að halda sérstaka kynningarfundi með
foreldrum hvers árgangs og sett fasta viðtalstíma hálfsmánaðarlega í stað hefðbundinna
foreldradaga. Þannig varð til nýr vettvangur fyrir upplýsingar og umræðu milli kennara
og foreldra og milli foreldra innbyrðis. Þetta nýja fyrirkomulag mæltist vel fyrir. Bæði
kennarar og foreldrar töldu sig hafa hag af auknum samskiptum og farið var að ræða
stofnun formlegra samtaka eða félags. Málið hafði verið rætt meðal starfsmanna
skólans og voru þeir mjög fylgjandi hugmyndinni. Skólinn hafði þó ákveðna skoðun á
því hve langt foreldrar mættu ganga: „Hins vegar telja starfsmenn skólans óráðlegt að
foreldrar eigi að hafa beinan ílilutunarrétt um námsefni eða annað starf skólans.“9
Með stofnun Foreldra- og kennarafélags Hlíðaskóla var ísinn brotinn. Nokkrir
skólar fylgdu í kjölfarið, s.s. Æfingaskólinn (1972), Víðistaðaskóli (1972) og
Fossvogsskóli (1973). Lög félagsins við Hlíðaskóla urðu fyrirmynd laga margra
annarra félaga sem stofnuð voru á næstu árum.
^ Sem dæmi má nefna: að fletta upp í símaskrá, notfæra sér götukort, spila á spil.
6 Hér er átt við foreldrafélög Hlíðaskóla, Víðistaðaskóla, Engidalsskóla, Öldutúns-
skóla og Hvaleyrarskóla auk Foreldraráðs Hafnarfjarðar. Höfundur var ennfremur í
nefnd til að undirbúa stofnun Landssamtaka foreldrafélaga fyrir rúmum áratug.
^ Núverandi Foreldra- og kennarafélag við Laugarnesskóla var stofnað 1975 og við
Melaskóla 1979, sbr. Súsönnu o.fl. 1981:8.
O /
° Asgeir Guðmundsson 1970.
^ Sama heimild.
137