Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 140
Hrólfur Kjartansson
í frumvarpi til grunnskólalaga sem lagt var fram á Alþingi 1973 voru ákvæði um
foreldrafélög. í 21. gr. frumvarpsins sagði:
Nú æskir skólastjóri og/eða foreldrar, sem börn eiga í grunnskóla, að stofnað sé
foreldrafélag við skólann í þeim tilgangi að fylgjast með skólastarfinu. Skal þá
skólastjóri boða til foreldrafundar. Foreldrafélag setur sér samþykktir til að starfa
eftir.10
í greinargerð með frumvarpinu segir um þessa grein:
Vaxandi áherzla er lögð á samstarf foreldra nemenda við skólann og að foreldrar
fylgist betur með skólastarfinu en nú er. Slíku má haga með ýmsum hætti, t.d. með
stofnun foreldrafélaga eins og stundum hefur verið gert. Rétt þykir að tryggja það, að
foreldrar, sem börn eiga í skóla, geti stofnað foreldrafélag í framangreindum tilgangi.
Ekki þykir efni til að binda starfshætti slíkra félaga í lögum.11
Frumvarp þetta varð að lögum 1974 og hljóðaði þá 21. gr. laganna þannig:
Nú æskir skólastjóri, almennur kennarafundur eða foreldrar, sem börn eiga í
grunnskóla, að stofnað sé foreldrafélag við skólann í þeim tilgangi að styðja
skólastarfið og efla tengsl milli foreldra og skóla, og skal þá skólastjóri boða til
stofnfundar foreldrafélags. Foreldrafélag setur sér samþykktir til að starfa eftir.
Fulltrúi foreldrafélags á rétt til setu á kennarafundum með málfrelsi og tillögurétti.12
Það vekur athygli að í frumvarpinu er notað orðalagið „að fylgjast með skólastarfinu".
í lögunum er notað orðalagið „að styðja skólastarfið“. Ekki er Ijóst hvort hér er um
merkingarmun að ræða.
Á næstu árum eftir gildistöku grunnskólalaganna 1974 voru stofnuð mörg félög á
grundvelli 21. greinar laganna. Haustið 1981 voru formleg félög við 18 af 24 skólum í
Reykjavík.13 Félögunum á þessu tímabili virðist vera það sammerkt að vera foreldra-
og kennarafélög. 1 mörgum tilvikum virðist stofnun þeirra vera til komin að frum-
kvæði skólastjóra og kennara. I lögum og starfsreglum félaganna eru gjarnan ákvæði
um að kennarar og/eða skólastjórar skuli sitja í stjórn.
Starfsemi foreldra- og kennarafélaga frá upphafi og fram eftir níunda áratugnum
virðist um margt í föstum skorðum. Verkefnin hafa fyrst og fremst snúist um félags-
og tómstundalíf nemenda, aðstöðu og aðbúnað, og upplýsinga- og fræðslustarf meðal
foreldra.14 Starfsemin virðist hafa verið mjög háð skólastjórum. Oft höfðu þeir
frumkvæði að stofnun foreldra- og kennarafélaga, mótuðu lög og starfsvenjur, höfðu
áhrif á verkefnaval og héldu lífi í félögunum. Framkvæmdir virðast einnig hafa hvílt
mjög á kennurum í stjórn félaganna. Þegar á allt er litið virðist foreldrahópurinn á
þessum tíma hafa verið fremur óframfærinn og hlutlaus.
Smám saman breytist myndin. Foreldrum vex ásmegin og á sama tíma draga
kennarar sig í vaxandi mæli út úr félagsstarfseminni. Foreldra- og kennarafélögin taka
að breytast og verða hreinni foreldrafélög. Nöfnum félaga er jafnvel breytt úr foreldra-
1 ^ Frumvarp til laga um grunnskóla 1973:218
' ' Greinargerð með frumvarpi til laga um grunnskóla 1973:250
1 2 Lög um grunnskóla nr.63/1974.
1 Súsanna o.fl. 1981:11.
Hrólfur Kjartansson I985b.
138