Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 141
Hrólfur Kjartansson
og kennarafélag í foreldrafélag. Enn fremur koma fram ný form í stað hefðbundinna
foreldrafélaga, s.s. samtök foreldra barna í tilteknum skóla. Dæmi eru um öflugt
foreldrastarf án þess að foreldrahópurinn myndi formlegan félagsskap.
Segja má að þessi þróun sé að nokkru leyti staðfest með nýjum grunnskólalögum
1991. í 22. gr. laganna segir m.a.:
Foreldrar barna í grunnskóla, skólalastjóri eða almennur kennarafundur geta óskað
eftir því að stofnuð séu samtök foreldra eða foreldra og kennara við skólann í þeim
tilgangi að styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla.
Staðan í dag
Á síðustu tveimur til þremur árum má sjá dæmi þess að foreldrar séu að vakna til
nýrrar vitundar um ábyrgð, sem á þeim hvílir, og rétt sinn til að hafa afskipti af
skólamálum. Smám saman virðist frumkvæði þeirra sjálfra vera að aukast. f stað þess
að starfsemi foreldrafélaganna hvíli á frumkvæði og hvatningu skólastjóra og kennara
eru félögin farin að lifa sjálfstæðara lífi.
Fram til þessa hefur samstarf heimila og skóla einkum verið tvenns konar. Annars
vegar samskipti um einstaka nemendur, hins vegar starf foreldrafélaga sem beinist að
skóla í heild. Um þessar mundir má sjá ýmis merki þess að samskipti heimila og skóla
séu að þróast í tvær nýjar áttir. Annars vegar áherslu á bekkjareiningu eða árgang,15
hins vegar áherslu á heildarsamtök foreldra.
Fyrir allmörgum árum var gerð tilraun til að stofna landssamtök foreldrafélaga. Sett
var á laggirnar undirbúningsnefnd sem m.a. setti saman drög að lögum fyrir væntanleg
landssamtök. Stofnfundur sem haldinn var í Fossvogsskóla haustið 1980 rann hins
vegar út í sandinn vegna ágreinings um hlutverk slíkra samtaka. Fulltrúar þeirra félaga,
sem komu á fundinn og voru meðmæltir stofnun landssamtaka, létu hjá líða að mynda
samtök sín í milli og málið féll niður að sinni.
Umræða liélt þó áfram í Reykjavík og 1983 er stofnað Santband foreldra- og
kennarafélaga í Reykjavík (SAMFOK).16 Á árinu 1991 bætast við Samtök foreldra-
félaga í Kópavogi (SAMKÓ), Foreldraráð Hafnarfjarðar og Fulltrúaráð foreldrafélaganna
á Akureyri. Ef svo fer fram sem liorfir og fleiri svæðasamtök bætast við, má vera að
hugmyndin um landssamtök foreldrafélaga við grunnskóla verði vakin upp aftur áður en
langt um líður.17
I grunnskólalögum 1974 var kveðið á um rétt foreldra til að stofna foreldrafélög og
fylgjast með starfi skólans með setu fulltrúa á kennarafundum. Með lögunum 1991 er
gengið lengra og kveðið á um aukinn rétt foreldra til að fylgjast með og hafa áhrif á
skólamál. Foreldrum er tryggður áheyrnarfulltrúi í fræðsluráðum og skólanefndum auk
ákvæðis um skólaráð þar sem foreldrar eiga fulltrúa. Áður var fest í lögum um
^ •* Þetta á einkum við um fjölmenna skóla, t.d. í Reykjavík og nágrenni.
' ^ Upphaflega er SAMFOK samband foreldra- og kennarafélaga í Reykjavík. Með
breytingu á lögum sambandsins á aðlafundi 1991 er því breytt í samband
foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur. Kennarar eiga áheyrnarfulltrúa á
stjórnarfundum.
' 7 Þessi samtök voru stofnuð 17. sept. 1992 eftir að þessi grein fór í prentun.
139